Réttur


Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 30

Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 30
30 RÉTTUR Aldrei aö eilífu myndi hún gleyma þeim, þessum tillitum barns- ins síns, sem í þjáningum sínum hatöi líka vcrið svipt traustinu á móður sinni. Þau myndu halda áfram að endurspeglast í sál henn- ar skýrar og skýrar, sársaukafyllri og sársaukafyllri. Já, Dísa litla hafði dáið í morgun. Eins og í leiðslu hafði hún hlustað á lækninn hafa yfir þessi dómsorð — að barnið væri dáið, þessa hræðilegu tjáningu, sem henni var þó sjálfri kunn. Gömlu húsmóðurinni hafði vöknað um augu, meðan hún reyndi að segja nokkur huggunarorð við móðurina. En Sigga hlustaði ekki á hana. Hún vildi ekki hlusta á hana, þessa konu, sem hafði ekki opnað húsið sitt fyrir litlu stúlkunni hennar, þegar hún sat skjálfandi úti á krapablautum tröppunum. Það var eins og hún sæi ekki húsmóður sína. Hún bara grét. Og bróðirinn kom til hennar með þeim ásetningi að hughreysta hana. En þegar hann mætti augnaráði hennar, vafðist honum tunga um tönn. Honum fannst þetta augnaráð segja: Þú átt sök- ina á, að barnið mitt er dáið. Ef til vill hefur þetta aðeins verið ímyndun hans, af því að hann hafði samvizkubit. Að minnsta kosti sagði hún ekki neitt. Hún bara grét. Og bróðirinn hætti við að klappa henni blíðlega á kinnina eins og hann hafði ætlað sér. Honum hafði flogið það í hug á leiðinni, að það gæti hann gert, því að hann bjóst ekki við að geta sagt nokkuð við hana, sem henni yrði huggun að. Hann var fremur kaldlyndur maður, þessi bróðir hennar. En eins og til uppbótar á því, að hann auðsýndi henni ekki þessi fyrirfram hugsuðu blíðuhót, sagði hann við hana, að hún mætti koma til þeirra hjónanna og vera hjá þeim, þegar hún vildi. Vera hjá þeim! Það fannst henni óhugsandi, eftir það, sem skeð hafði. Hún bara grét. Og bróðirinn sá, að hann gat ekki orðið að neinu liði, svo að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.