Réttur


Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 11

Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 11
HÉTTUB 11 Mao að forstjóra, en þá frétti hann af nýjum skóla í Hsiang Hsiang, en þar bjuggu móðurfrændur hans, og vildi hann endilega komast í hann. Þessi skóli var sagður nota vestrænar kennsluaðferðir og vera róttækur. Mao innritaðist í skóla þennan og fékk að lokum einhvern styrk frá föður sínum, þegar ýmsir frændur hans höfðu sýnt fram á það, að því meiri menntun sem Mao fengi, því meira mundi hann geta unnið sér inn síðar. — Hann átti aðeins ein föt þegar hann kom í skólann, og þau ekki sem fínust eða nýtízkuleg- ust, og galt hann þess grimmilega hjá skólabræðrum sínum, svo og hins að hann var aðkomumaður, samt eignaðist hann nokkra vini og kennararnir héldu upp á hann fyrir dugnað hans við námið. Meðan Mao var í þessum skóla fór hann að langa til að komast til Changsha, höfuðborgarinnar í fylkinu. Hann bað einn kennar- anna um meðmæli til að komast í gagnfræðaskóla þar og lagði síðan af stað gangandi. Honum til undrunar var engin fyrirstaða þess að hann yrði tekinn í skólann. Þarna heyrði hann fyrst getið um Kantonuppreisnina og Sun Yet-sen. í skólanum voru margir byltingarsinnaðir piltar og kenn- arar, og ekki leið á löngu þar til Mao ákvað að fara með nokkrum vinum sínum til Hankow og ganga í uppreisnarherinn. En áður en þeir kæmust af stað hafði uppreisn brotizt út í Changsha. Eftir stuttan bardaga var borgin á valdi uppreisnarmanna, sem settu á stofn bráðabirgðastjórn. Hún varð þó ekki langlíf, keisaraherinn og stórbændur stofnuðu til andbyltingar og náðu borginni á sitt vald, litlu síðar lágu lík hinna nýju stjórnmálamanna á götunni. Mao gekk nú samt í uppreisnarherinn og var þar í hálft ár og kynntist þá fyrst kenningum sósíalista. Að þeim tíma loknum bjóst hann til að taka til við nám sitt að nýju, þar eð hann áleit bylt- inguna um garð gengna fyrst búið var að steypa keisaranum af stóli, Hann var ekki ráðinn í því hvernig hann ætti að haga náminu, né hvað hann ætti helzt að lesa. Margir nýir skólar höfðu verið stofnaðir og vinir hans réðu honum sitt hvað um val þeirra. Að lokum innritaðist hann í æðri verzlunarskóla, því að ungir og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.