Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 11

Réttur - 01.01.1950, Page 11
HÉTTUB 11 Mao að forstjóra, en þá frétti hann af nýjum skóla í Hsiang Hsiang, en þar bjuggu móðurfrændur hans, og vildi hann endilega komast í hann. Þessi skóli var sagður nota vestrænar kennsluaðferðir og vera róttækur. Mao innritaðist í skóla þennan og fékk að lokum einhvern styrk frá föður sínum, þegar ýmsir frændur hans höfðu sýnt fram á það, að því meiri menntun sem Mao fengi, því meira mundi hann geta unnið sér inn síðar. — Hann átti aðeins ein föt þegar hann kom í skólann, og þau ekki sem fínust eða nýtízkuleg- ust, og galt hann þess grimmilega hjá skólabræðrum sínum, svo og hins að hann var aðkomumaður, samt eignaðist hann nokkra vini og kennararnir héldu upp á hann fyrir dugnað hans við námið. Meðan Mao var í þessum skóla fór hann að langa til að komast til Changsha, höfuðborgarinnar í fylkinu. Hann bað einn kennar- anna um meðmæli til að komast í gagnfræðaskóla þar og lagði síðan af stað gangandi. Honum til undrunar var engin fyrirstaða þess að hann yrði tekinn í skólann. Þarna heyrði hann fyrst getið um Kantonuppreisnina og Sun Yet-sen. í skólanum voru margir byltingarsinnaðir piltar og kenn- arar, og ekki leið á löngu þar til Mao ákvað að fara með nokkrum vinum sínum til Hankow og ganga í uppreisnarherinn. En áður en þeir kæmust af stað hafði uppreisn brotizt út í Changsha. Eftir stuttan bardaga var borgin á valdi uppreisnarmanna, sem settu á stofn bráðabirgðastjórn. Hún varð þó ekki langlíf, keisaraherinn og stórbændur stofnuðu til andbyltingar og náðu borginni á sitt vald, litlu síðar lágu lík hinna nýju stjórnmálamanna á götunni. Mao gekk nú samt í uppreisnarherinn og var þar í hálft ár og kynntist þá fyrst kenningum sósíalista. Að þeim tíma loknum bjóst hann til að taka til við nám sitt að nýju, þar eð hann áleit bylt- inguna um garð gengna fyrst búið var að steypa keisaranum af stóli, Hann var ekki ráðinn í því hvernig hann ætti að haga náminu, né hvað hann ætti helzt að lesa. Margir nýir skólar höfðu verið stofnaðir og vinir hans réðu honum sitt hvað um val þeirra. Að lokum innritaðist hann í æðri verzlunarskóla, því að ungir og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.