Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 29
RÉTTUR
29
til þess að færa henni rafmagnsofn. Hún rétti úr sér, eftir að hún
hafði komið ofninum í samband — gömul og hörkuleg, gráhærð
kona.
,,Það er ekki nóg að eiga barn, Sigga litla,“ sagði hún. ,,Það
þarf að hugsa vel um það.“
Þessi fáu orð höfðu meiri áhrif á móðurina en þótt haldin hefði
verið yfir lienni löng ásökunarræða. Þessum orðum var
engu hægt að svara. Þau voru sönn, þó að móðirin vissi, að hún
hafði eftir beztu getu reynt að hugsa vel um barnið sitt, og þetta
hafði ekki beinlínis verið henni að kenna. Og samt — hún átti
aldrei að trúa öðrum fyrir barninu sínu. — Það var heldur ekki
það, sem skipti máli, hvers sökin var, heldur hitt, að aumingja
litla stúlkan hennar hafði ofkælzt alvarlega og var ef til vill t
bráðri lífshættu. Og tárin streymdu niður farðaðar kinnar hennar,
án þess að hún fengi við það ráðið.
Þá fór gamla konan út úr herberginu og hristi höfuðið, um leið
og hún lét aftur hurðina á eftir sér.
Stundum er eins og dauðinn sé sameiningarmáttur, sem jafnvel
sé þess umkominn að sameina hinar ólíkustu mannverur og gera
þær eitthvað örlítið hæfari til að skilja hver aðra.
En þessi dauði, sem hafði hrifið til sín hina þriggja ára gömlu,
brúneygu, hálfbrezku stúlku, hann var víst ekki þannig. Það
hlaut að vera grimmur og gersamlega miskunnarlaus dauði. Eða
hvernig hefði hann annars getað fengið af sér að læsa klóm sínum
í þetta saklausa og fallega engilbarn, sem áreiðanlega átti ekki sök-
ótt við neinn. Þrjú stutt ár — síðan þjáningar — dauði.
Hvað eftir annað hafði hún reynt að rísa upp í rúminu sínu og
litið á móður sína þessum saklausu brúnu augum. Og það skein
út úr þeim hreinskilnisleg ásökun, eins og hún héldi, að það væri
henni að kenna, hve illa sér liði.
Þau tillit smugu gegnum móðurhjartað eins og hnífsstungur.