Réttur


Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 14

Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 14
14 RÉTTUR þar svo þröngt að þeir gátu ekki snúið sér við nema eftir samkomu- lagi. Árið 1919 sneri hann aftur til Changsha og fór þá löngu leið gang- andi. Og nú fór hann að taka opinberan þátt í stjórnmálum, gerðist ritstjóri að róttæku stúdentablaði og var með að stofna bókmennta- félag sem átti að útbreiða nútímabókmenntir um menningu og stjórnmál. Þetta félag og þó einkum HMHH-félagið barðist ákaft gegn hinum afturhaldssama og illviga fylkisstjóra í Húnan. Stúd- entarnir gerðu verkfall og sendu nefnd til Peiping til að reyna að fá hann settan af. Ekki bar þetta þó annan árangur en þann, að fylkisstjórinn bannaði útkomu stúdentablaðsins. Fór þá Mao aftur til Peiping sem fulltrúi HMHH og til þess að skipuleggja and- hernaðar-hreyfingu. Vannst nokkuð á í þeim málum, meðal ann- ars að fylkisstjóranum var vikið úr embætti. Mao tók síðan að sér kennarastöðu í Changsha og vann jafnframt að stefnumálum HMHH sem nú barðist fyrir sjálfstæði Húnan- fylkis, vegna þess að þeir álitu að Peipingstjórnin hefti um of allar umbætur og framfarir í Húnan. Kom svo að hernaðarsinni einn, Chao Héng-ti, hagnýtti sér þessa sjálfstæðisbaráttu og rak fylkis- stjórann frá völdum. Væntu róttækir að hann mundi styðja mál þeirra og veittu honum fylgi sitt. En þegar hann var búinn að ná völdum, sveik hann öll loforð og kæfði með ofbeldi allar kröfur um lýðræði. Árið 1920 hafði HMHH undirbúið kröfugöngu og hátíðahöld í tilefni af afmæli rússnesku byltingarinnar, en Chao hindraði það með fjölmennu lögregluliði. Af þessu dró Mao þann lærdóm að alþýðan yrði að taka sjálf stjórnmálin í sínar hendur, ef þau ættu að verða til hagsmuna fyrir hana. Þá um veturinn skipulagði Mao í fyrsta skipti verklýðsfélag á stjórnmálalegum grundvelli í anda marxismans. Hann hafði þá nýlega lesið Kommúnistaávarpið og fleiri fræðibækur um kommún- isma og hefur síðan aldrei efazt um kosti þeirrar stjórnmálastefnu. Sama árið kvæntist hann Yang Kai-hui. f maí 1921 fór Mao til Shanghai til að taka þátt í stofnun Komm- únistaflokks Kína, og eftir það fara að gerast atburðir sem stefndu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.