Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 35
R ÉTTUR
35
Atvinnuleysið er eins og svipa yfir hverjum einstökum
launþega og verkalýðssamtökunum, svipa, sem afturhaldið
notar til þess að lækka launin eða halda þeim niðri, —
pískur á þá einstaklinga sem verða atvinnulausir, til þess
að reyna að beygja þá fyrir valdhöfunum í krafti neyðar-
innar. Þegar þessi svipa hverfur úr höndum valdhafanna,
stendur verkalýðurinn sterkari. Hann verður meira jafn-
oki atvinnurekendanna á vinnumarkaðnum og fær þannig
aðstöðu til að hindra launalækkanir eða jafnvel bæta kjör
sín. Full atvinna skapar því verkalýðssamtökunum sterka
aðstöðu. Þetta var og er Sósíalistaflokknum ljóst. Hann
vann þvi, einnig út frá því sjónarmiði að því að tryggja
fulla atvinnu eftir stríðið, þver öfugt við það, sem aftur-
haldsblöðin í heimskulegum áróðri sínum halda fram um að
hann vilji koma á atvinnuleysi og eymd.
Afturhaldinu var það þegar ljóst á stríðsárunum að at-
vinnuleysi var því mjög nauðsynlegt fyrirbrigði, til þess
að geta beitt kaupkúgun við verkalýðinn. Eysteinn Jónsson
'hefur upplýst í þingræðu að reynt var að semja við hern-
aðaryfirvöldin um mátulegt atvinnuleysi, en það mistókst.
Afturhaldið vonaðist eftir því að strax eftir stríðið kæmi
hið „gamla, góða“ ástand aftur, að verkamenn þyrftu að
koma til þess og biðja það um vinnu eins og náðarbrauð.
Þessvegna boðaði afturhaldið að verðlækkun myndi skella
á erlendis strax og stríðinu lyki og þessvegna ætti strax
að lækka kaupið hér heima. (Sjá ,,Rétt“ 1948, bls. 192—
198 nánar um þetta). Og ekki vantaði stuðning kaupkúg-
aranna erlendu við slíkar kröfur. Þær komu eins og pant-
aðar kröfurnar frá Bretastjóm í árslok 1944 um að lækka
yrði verð á íslenzkum fiski. Það þarf engum blöðum um
það að fletta að afturhaldsstjóm hefði tafarlaust látið
undan þeim kröfum. En þá var Sósíalistaflokkurinn kominn
í ríkisstjórn á Islandi, — nýsköpunarstjórnina — og það
var sagt nei við öllum verðlækkunarkröfum brezka. auð-
valdsins og næstu tvö ár var knúið fram síhækkandi verð