Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 20
20
RÉTTUR
Síðan liðu árin. Þau ultu áfrani hægt og drynjandi gegnum
tilveruna, því að þetta voru stríðsár.
Sigga Ó1 sjálf upp sitt barn. Það var stúlka, yndislegt engilbarn
með móbrún augu eins og pabbi hennar.
Það hafði margháttaða erfiðleika í för með sér að hafa ungbarn,
sem þurfti að annast. En þegar hún hallaði þessum ávexti ástar-
innar upp að brjósti sínu, yfirskyggði móðurástin allt annað. Sjálf
átti hún þefta stúlkubarn og hún ætlaði þá einnig að fórna sjálfri
sér fyrir það.
Hún varð að hætta í verksmiðjunni, þar sem hún hafði unnið,
og fara í vist. Það var orðin mikil eftirspurn eftir stúlkum til hús-
starfa, jafnvel þótt þær hefðu börn með sér. Húsbændur herínar
voru eldri hjón, maðurinn stundaði trésmíðar, en konan rak
saumastofu. Hún var kirkjurækin kona og siðavönd. Leyndi sér
ekki, að hún leit á Siggu sem stórlega siðferðisbrákaða manneskju
og lét þess talsvert gæta í daglegri umgengni. Ef til vill hefur hún
ekki talið hana dýpra sokkna en svo, að vera mætti að henni tæk-
ist að bæta' ráð sitt og iðrast sinnar hrapalegu yfirsjónar — ekki
sízt ef hún hún umgengist grandvart fólk og tileinkaði sér þenki-
máta þess. Enda gerði frúin heiðarlegar tilraunir til að innræta
Siggu rétt hugarfar.
Siggu þótti hún ekki skemmtileg húsmóðir. F.n hún var nægi-
lega hyggin til þess að gera sitt bezta til að umbera hana, ekki sízt
af því að hún fann, að þrátt fyrir allt vildi kerlingin henni vel. Aft-
ur á móti henti það aldrei, að hún liti eftir telpunni fyrir hana svo
mikið sem eina kvöldstund. í eitt skipti hafði hún boðizt til að gæta
hennar, ef Sigga vildi fara í kirkju. En þá hafði Sigga ekki fundið
lijá sér neina hvöt til kirkjugöngu, svo að þetta tilboð kom ekki að
gagni. Húsbóndinn var afskiptalítill. Þegar hann vár ekki að vinna,
sat hann með pípu sína og las blöðin eða spilaði bridge við kunn-
ingjana. Þetta var mesta regluheimili. Og þegar allt kom til alls leið
Siggú þar eins vel og hægt var að búast við um stúlku, sem hafði