Réttur


Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 21

Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 21
RÉTTUR 21 misst unnustann sinn út í heiminn og sat ein og munaðarlaus eftir með barnið sitt. Og fyrr en varir er telpan hennar orðin tveggja ára hnyðra, sem hleypur á eftir mömmu sinni, hlær og skríkir og verður jpví elsku- legra barn sem hún bætir fleiri dögum við æviskeið sitt. Það er ekki hægt annað en láta sér þykja vænt um þessa stúlku. Meira að segja gamla húsmóðirin, sem aldrei hefur eignazt barn, brosir til hennar — og það kemur fyrir, að hún klappar henni á kollinn, jafnvel tekur hana í fang sér. Móðirin sér ekki sólina fyrir henni. Hún ætlar að gæta hennar vel og veita henni allt, sem stúlku má að gagni koma. Hún skyldi meðal annars fá að ganga í skóla, þar sem hún gæti lært útlend mál. Aldrei skyldi dóttir hennar þurfa að henda sömu örlög og hana sjálfa, vegna þess að hún skildi ekki mál unnusta síns. Móðirin ól enga von í brjósti lengur um að sjá aftur Jack föður hennar. Hann var horfinn fyrir fullt og allt. En hún var ennþá ung, aðeins tuttugu og fimm ára. Og hver er sú tuttugu og fimm ára stúlka, sem ekki á sína framtíðardrauma? í þrjú ár hafði hún fórnað sér einvörðungu fyrir barnið sitt — ekki sótt skemmtanir eða umgengizt annað ungt fólk. Nú var telpan hennar orðin nægi- lega stór til þess, að hún gat farið með hana til bróður síns og mágkonu-og skilið hana eftir, ef hana langaði til að bregða sér eitthvað út til að skemmta sér. Samt var hún alveg á nálum fyrsta kvöldið, sem hún fór í bíó. Hún tók lítið eftir myndinni, því hugur hennar var allur hjá barninu. Bara það yrði nú ekkert að því, hugsaði hún hvað eftir annað með sjálfri sér. En auðvitað hafði ekkert orðið að barninu. Telpan hafði sofnað á legubekknum hjá bróður hennar með súkkulaðsmola í annarri litlu hendinni sinni. Hann hét Gunnar, ósköp venjulegur ungur maður norðan af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.