Réttur


Réttur - 02.05.1950, Blaðsíða 31

Réttur - 02.05.1950, Blaðsíða 31
RÉTTUR 111 sameinaður og sterkur, ótrúlega styrktur, gífurlega efldur að meðlimafj ölda, og þetta allt átti hann fyrst og fremst að þakka þessum sama August Bebel. En Bebel takmarkaði ekki starf sitt við hin innri mál flokks- ins. Hinar þrumandi ræður hans í þýzka ríkisþinginu, þar sem hann húðstrýkti hinn afturhaldssama aðal, svipti grímunni af hinum borgaralegu frjálslyndu, setti keisarastjórnina í gapastokk- inn, hin mörgu starfsár hans í verkalýðsfélögunum — allt þetta er dæmi um það, hvernig Bebel, hinn trúi varðmaður verkalýðs- ins, var jafnan þar, sem bardaginn var heitastur, hvar svo sem þörf var á verkamannsatorku hans og skaphita. Þetta er ástæðan til þess, að bæði þýzkir og alþjóðlegir sósíalistar bera slíka virð- ingu fyrir Bebel. Auðvitað gerði Bebel sín glappaskot — hver gerir þau ekki (aðeins hinir dauðu gera engin glappaskot)? En öll hin smáu mistök hans fölna, þegar þau eru borin saman við hin miklu afrek hans fyrir flokkinn, sem nú, eftir 42 ára forystu Bebels, hefur 600.000 meðlimi og hefur skipulagt um tvær milljónir verka- manna í verkalýðsfélögum, nýtur trausts þriggja til fjögurra milljóna kjósenda og getur eins og hendi veifað skipulagt kröfu- göngur hundraða þúsunda í Prússlandi.*) Og það er athyglis- vert, að sömu dagana, sem hátíð er haldin til heiðurs Bebel, sýna þýzku sósíaldemókratarnir einmitt mátt sinn eftirminnilegar en nokkru sinni fyrr með hinum óviðjafnanlega skipulögðu kröfu- göngum til að krefjast almenns kosningaréttar í Prússlandi. Bebel hefur fullan rétt til að segja, að starf hans hafi ekki verið unnið fyrir gíg. Þannig er líf og starf Bebels gamla — já, öldungur að árum, en ungur í anda stendur hann á sínum stað eins og í gamla daga, væntandi nýrrar orustu og nýs sigurs. *) Bebel dó áður en hin voldugu samtök þýzka verkalýðsins voru svikin í ágúst 1914 af hinni tækifærissinnuðu forystu sinni, sem snerist til fylgis við keisarastjórnina í heimsstyrjöldinni íyrri án þess svo mikið sem spyrja verkalýðinn um álit hans. — Þýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.