Réttur


Réttur - 02.05.1950, Blaðsíða 8

Réttur - 02.05.1950, Blaðsíða 8
88 RÉTTUR auðlindir hennar fyrir sjálfa sig. Bretar voru hins vegar komnir til þess að beygja þá undir brezka auðmannaokið á ný. Fyrstu ráðstafanir Breta voru þær að afvopna þjóðher Malaja. Því næst var tekið til að svara kröfum Malaja um þjóð- frelsi og lýðræði. Það var gert með því að brezka stjórnin setti „stjórnar- skrá“ um „þing“, sem skyldi samanstanda af 14 embættis- mönnum stjórnarinnar og 16 mönnum, sem landshöfðing- inn útnefndi. Ekki einn einasti fulltrúi skyldi kosinn af þjóðinni. 1 Singapore skyldi leyfa að kjósa 6 fulltrúa af 22 í sérstakt ráð fyrir borgina. Islendingar hefðu litið slíka stjórnarskrá með fyrirlitningu fyrir 100 árum. Malajum þótti „stjórnarskrárómynd" þessi aðeins draga dár að lýð- ræðinu og fórnum þeirra í frelsisstríðinu. Þeir svöruðu m. a. með því að þeir fáu, sem kjósa máttu í Singapore-ráðið tóku ekki þátt í „gerfi“-kosningum þessum: 93% kjósend- anna mætti ekki, aðeins 7% kusu. Brezka stjórnin var 1947 jafn „rótlaus" meðal þjóðarinn- ar og hún hafði verið 1942. Brezka stjórnin reyndi því næst að kljúfa verkalýðsfé- lögin, með því að mynda „gul“ verkalýðsfélög. Það mis- tókst eins hrapallega. Að eins 9% verkamanna fengust í þessi gerfifélög. Þegar brezka stjórnin sá að hún komst ekki áfram með blekkingum, greip hún til ofbeldisins. I júní 1948 voru „nauðungarráðstafanir" lögleiddar. Verkalýðsfélögin, flokkar og samtök verkamanna og ann- arra lýðræðissinna bönnuð, forustumenn þeirra teknir fast- ir og skotnir. Þá svaraði þjóðin með því að grípa til vopna og verja frelsi sitt með vopn í hönd. Svo aumlega tókst brezku valdhöfunum vörnin fyrir of- beldi sitt í brezka þinginu og eystra að þeim bar ekki saman, svo sem verða vill um ljúgvitni. Creech-Jones, nýlendu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.