Réttur


Réttur - 02.05.1950, Blaðsíða 45

Réttur - 02.05.1950, Blaðsíða 45
RÉTTUR 125 Nýtt tæknilið. Áætlunin gerir ráð fyrir, að á þessu sex ára tímabili komi til sögunnar 800—900.000 verkmenntaðir verkamenn og 80—100.000 tæknifræðingar, er allir vinni að ýmis konar landbúnaðarstörfum. Hverja eigum við að mennta á þennan hátt? Sagan kennir okk- ur, að sérhver ríkjandi stétt hefur jafnan átt sitt menntalið. Verka- lýður og alþýða Sovétríkjanna hafa skapað sér þess konar lið kunnáttumanna. Og verkafólk og almenningur í Póllandi verða líka að koma sér upp slíku liði. Við verðum því að skapa okkur menntalið, sem runnið sé upp úr verkalýðsstétt og alþýðu landsins. Á þeim fjórum árum, sem liðin eru, frá því að land okkar fékk frelsi á ný, hefur risið upp meðal verkafólksins allstór hópur manna, sem hefur öll skilyrði til að verða menntalið landsins. Það eru áhuga-verkamennirnir, þeir sem ríkastir eru að reynslu og gleggsta vitund hafa um aðstæður og markmið. Og það eru sérmenntaðir og siðfágaðir verkamenn, sem gegnt hafa forstjóra-, fulltrúa- og verkstjóraembættum. Þessa menn skortir nokkuð al- menna menntun og tækniþekkingu, þess vegna þurfum við að senda mjög marga þeirra á framhaldsnámskeið — og láta aðra verkamenn taka við störfum þeirra. Á þennan hátt getum við hraðað sköpun nýs liðs kunnáttumanna úr verkalýðsstétt. Baráttan fyrir framkvæmd sex ára áætlunarinnar og undir- stöðu sósíalisma í Póllandi er mikil og hörð og reynir á þolrif verkalýðsins. Hvað er nú nauðsynlegt til að leysa af hendi þau miklu verk- efni, sem mörkuð eru í áætluninni? Til þess þarf þekkingu á þjóðfélagslegum þróunarlögmálum. Það er nauðsynlegt að eiga sér byltingarkenningu, því að án slíkrar kenningar verður bylt- ingarstarf ekki unnið. Við höfum slíka kenningu — það er kenn- ing þeirra Marx og Lenins. Nauðsyn krefur, að fyrir hendi sé afl, er hindri og ónýti and- stöðu auðvaldsstéttanna og komi í veg fyrir truflunarviðleitni er-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.