Réttur


Réttur - 02.05.1950, Síða 41

Réttur - 02.05.1950, Síða 41
RÉTTUR 121 ára-áætlunarinnar. Og það er skiljanlegt, þegar athugað er, að sovétþjóðirnar urðu þá að leggja alhliða áherzlu á svo til allar iðnaðargreinir til þess að verða óháðar auðvaldsríkjunum. Aðstaða okkar er miklu betri, þar eð land okkar er ekki einangrað og nýt- ur stuðnings Ráðstjórnarríkjanna og alþýðulýðveldanna. Samkvæmt þeirri aukningu, er áætlunin gerir ráð fyrir, verður iðnaðarframleiðslan 85—95% meiri í lok 6 ára tímabilsins en hún var 1949. Heildarframleiðsla iðnaðarins verður sem sé þrefalt meiri en fyrir styrjöldina og ferfalt meiri á hvern mann, ef mið- að er við íbúatölu. Iðnaðaráætlun okkar gerir ráð fyrir stórvægilegastri aukningu í framleiðslu mikilvægustu framleiðslutækjanna. Kol eru hér und- anskilin, með því að kolavinnslan var komin á mjög hátt stig þegar í lok þriggja-ára viðreisnaráætlunarinnar. Hraðfara aukning í framleiðslu véla er skilyrði fyrir vexti hvers- konar stóriðju. Vöxtur vélaframleiðslunnar krefst aukinnar stál- framleiðslu, og er aukning hennar eitt mikilvægasta verkefni okkar. Þetta verkefni verður leyst á þann veg, að gamli járn- vinnsluiðnaðurinn verður aukinn og reist verður ný geysimikil steypustöð, sem framleitt getur 1,5 millj. tonna af stáli á ári. Sov- étríkin munu sjá okkur fyrir tækjum í þessa steypustöð sam- kvæmt samningi þeim um fjárfestingu, er gildir milli ríkjanna. Stálframleiðslan mun því tvöfaldast miðað við það, sem var fyrir styrjöldina, og myndar þannig undirstöðu að aukinni framleiðslu málm- og vélaiðnaðarins. Á tímabili 6-ára áætlunarinnar mun hefjast bygging annars all- mikils málmsteypuvers í austurhluta landsins. Vaxtarhraðinn í málm- og vélaiðjunni mun nema 20% miðað við samsvarandi tölur fyrirstríðsáranna. Örust verður þróunin í verkfæraframleiðslunni, sem verða mun tvítugföld á við það, sem var fyrir stríð. Þá er sköpun mikils nýtízku efnaiðnaðar einnig eitt höfuðverk- efni 6-ára áætlunarinnar. Nóg hráefni til slíks iðnaðar eru hér fyrir hendi og gæti þetta ef til vill orðið önnur mesta iðngrein landsins, — næst kolavinnslunni. Framleiðsla efnaiðnaðarins mun vaxa um

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.