Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 11

Réttur - 02.05.1950, Side 11
RÉTTUR 91 kvörtuðu undan því, þegar Þjóðverjar myrtu þannig í London. Og það virðist ekki nægja að hið brezka heimsveldi legg- ist allt á eitt til þess að níðast á Malajaþjóð. Bandaríki Norður-Ameríku eru beðin hjálpar líka. Hefði stjórn Bandaríkjanna ekki endanlega fyrirgert sómatil- finningu sinni, látið gerspillt auðvald Ameríku þurrka burt alla tilfinningu fyrir sögu þess lands, þá hefðu Bandaríkin ekki lotið svo lágt að aðstoða nú England til þess að vinna níðingsverk á þjóð, sem berst fyrir því sama og á sama hátt og Bandaríkin gegn Englandi fyrir 170 árum. Það var fátækur, illa búinn skæruliðaher, sem greip til vopna og barðist fyrir frelsi nokkurra nýlendna á austur- strönd Ameríku 1776 gegn brezkri nýlendukúgun. George Washington var uppreisnarmaður og byltingarforingi í augmn Englendinga eins og Lau Yiew — og hefði verið skotinn, eins og 'hann, hefði hann náðst. Ameríska auð- valdið svívirðir í dag minningu þeirra manna, sem með uppreisn og skæruhernaði gegn Bretastjórn gerðu amer- ísku byltinguna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku. Ameríska tímaritið „Life“ birti mynd af „hinum dauða kommúnistaleiðtoga, Lau Yiew, blóði drifnmn, en glottandi lögreglumenn stóð yfir líki hans.“ Þannig glottu brezku konungssinnarnir, er þeir eftir 1660 létu grafa lík Oliver Cromwells, einhvers mesta stjórn- skörungs og byltingarforingja, sem England hefur eignazt, upp, til þess að hengja það. Þannig glottu danskir og „íslenzkir“ böðlar yfir líki Jóns Arasonar, er þeir höfðu myrt hann og sonu hans, til þess að reyna að brjóta frelsisbaráttu vor Islendinga á bak aftur. Enginn áróður Breta, engar blekkingar B. B. C. (brezka útvarpsins) fá dulið það fyrir nokkrum manni, sem gerir sér heiðarlega far um að kynna sér atburðina í Malaja- löndum, hvað það er, sem þar gerist: blóðug harðstjórn framandi kúgunarvalds til að ræna auðlindum og frelsi

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.