Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 37

Réttur - 02.05.1950, Side 37
RÉTTUR 117 standi á verðinum um þessa einingu og leyfi engum að rjúfa hana. Það er og nauðsynlegt að vera á verði gagnvart blekk- ingum hinna borgaralegu og smáborgaralegu hagfræðinga, sem halda því að verkalýðnum, að tilgangslaust sé fyrir hann að fá kauphækkanir, því að þær séu jafnóðum af honum teknar, og í öðru lagi, að kauphækkun, sem einn hópur verkamanna nái, sé tekinn úr vasa annarra launþega. Hvorttveggja kenningin er töluð beint úr hjarta stórat- vinnurekenda. Sú fyrri miðar að því áð innstilla verkalýðinn á póli- tísku baráttuna eingöngu, vel vitandi það, að verkalýður- inn er stjórnmálalega sundraður. Hin síðari miðar að því að sá sundurþykkju og úlfúð meðal hinna ýmsu hópa launþega og stemma líka þannig stigu fyrir baráttu verkalýðsins fyrir bættum lífskjörum. Enn er ekki hægt að segja, hvernig sú kaupgjaldsbar- átta mótast, sem hvatt 'hefur verið til. I eðli sínu er hún ekki aðeins spurning um kaupgjaldið, heldur einnig um afstöð- una til gengislækkunarlaganna, þ. e. til ráðandi stefnu í at- vinnu- og fjárhagslífi þjóðarinnar. Það er því auðsynlegt að vera við því búinn, að þessi barátta þróist upp í pólitísk átök, þar sem barizt verði um þá stefnu, er verkalýðsráð- stefnan markaði síðastliðinn vetur. Framundan er ekki aðeins sú kaupgjaldsbarátta, sem verkalýðsfélögin eru að undirbúa. Framundan er einnig nýtt Alþýðusambandsþing, sem þarf að verða baráttuþing íslenzku verkalýðsstéttarinnar, þing, sem verður fært um að velja sér nýja forystu, er njóti trausts yfirgnæfandi meirihluta stéttarinnar. Á það þing má enginn gengislækkunarmaður komast. Á það þing má enginn sá verða valinn, sem verkalýðurinn getur ekki treyst til að stjórna baráttu hans fyrir bættum kjörum og fyrir stefnubreytingu í þjóðmálum í samræmi við ákvarðanir verklýðsráðstefnunnar.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.