Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 23

Réttur - 02.05.1950, Page 23
RÉTTUR 103 ’höfum tvo klukkutíma til stefnu, áður en við eigum að mæta í réttarsalnum, vildi ég gjarnan mega aka yður heim í bílnum mínum. Konuna mína langar mjög mikið til að hafa hádegisverðarboð til heiðurs yður. I Rétturinn var settur seinni hluta dagsins. Þegar Esekías gekk inn í salinn, var hrópað húrra. Herra Hayloft, sagði dómarinn, ég fresta réttarhöld- unum í tvo daga. Eftir því, sem ég bezt veit, hlýtur sú taugaáreynsla, sem þér hafið orðið fyrir að hafa verið óvenjulega alvarleg. Vinir yðar segja mér, að þér munið varla vera fær um að sýna tilhlýðilegan áhuga á málinu, •fyrr en þér hafið fengið næga hvíld. Þegar Hayloft yfirgaf réttarsalinn, hrópuðu áheyrendur húrra og dómarinn tók undir. Esekías hafði mikið að gera næstu daga við að taka á móti gestum og sendinefndum, og að undirbúa málsflutn- inginn, og vöktu þar meðfæddir vitsmunir Esekíasar at- hygli lögfræðinganna. Blaðamenn reyndu að ná tali af honum. Kaupsýslumenn heimsóttu hann. Nafn hans var skráð sem forstjóri í ýms- um velmetnum firmum og sá orðrómur lék á, að hann, ef hann yrði sýknaður, myndi takast á 'hendur sameiningu allra þjófatryggingafélaga í Bandaríkjunum. Réttarhöldin hófust viku seinna og stóðu yfir í tvo mánuði. Esekías var ákærður um fimm afbrot; fyrir að hafa kveikt í stállyftu — íkveikja; fyrir að hafa skotið þjóninn —smá-lögbrot; fyrir að hafa stolið peningum —hnupl; fyr- ir að hafa myrt mannvininn — dráp; og fyrir að hafa skotið á lögregluþjónana án þess að hitta þá — samkvæmt al- 'mennings áliti vítaverður verknaður eftir kringumstæð- um. Málið var mjög flókið — sérfræðingar frá öllum Banda- ríkjunum voru kallaðir sem vitni. Rannsókn var fram- kvæmd á heila mannvinarins. Ekkert fannst.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.