Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 60

Réttur - 02.05.1950, Side 60
140 RÉTTUR að vera aftur meðal mennskra manna, af sorg yfir öllum þeim, sem aldrei, aldrei áttu afturkvæmt. Hversu fegin vildum vér ekki mega trúa því, að þeim kapítula í sögu Evrópu, sem þessar tvær kvikmyndir rifja svo átakanlega upp, sé endanlega lokið, svo að óhætt sé að láta hann falla í gleymsku í öllum sínum óhugnaði og hryllingi. Helvíti nazistanna laukst upp í stríðslokin að öllum heiminum ásjáandi. Hvers þurfti meira? Að vísu hefur hið svo kallaða vestræna lýðræði hrópað hátt um mannúð og réttlæti nú eftir stríðið, en sá galli er á, að vandlæting þess hefur eingöngu komið niður á hinum sósíalistísku löndum, einkum nýju alþýðu- lýðveldunum í Austur-Evrópu, er þau voru að grafa fyrir dýpstu rætur fasismans hvert í sínu landi. í fullu samræmi við þá afstöðu hefur hið siðavanda vestræna lýðræði tekið með silkihönskum á þýzku nazistunum. Það hefur sleppt hinum örgustu glæpamönnum unn- vörpum úr haldi í Vestur-Þýzkalandi og jafnvel hampað þeim í háar stöður. Meðal hinna fjölmörgu nazistaböðla, sem notið hafa góðs af þessum undarlegu hugmyndum um mannúð og réttlæti, er Schwerdtfeger-Tenholt. Fyrir þrem árum birtist í þýzkum blöðum eftirfarandi klausa: „Tenholt, fyrrverandi sakamálafulltrúi í Reckling- hausen, sem geymdur hefur verið í fangabúðum, hefur nú verið sýknaður og látinn laus með samþykki brezku herstjórnarinnar." Skyldi hann enn eiga eftir að geta sér orð í baráttunni gegn bolsévíkum og gyðingum?

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.