Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 65

Réttur - 02.05.1950, Side 65
RÉTTUR 145 þágu bandarískra kornmölunarhringa, um að innflutningslönd skuli taka mjöl, er nemi minnst 25% af því korni, sem þau fá. Þetta hefur leitt til þess, að Evrópulönd með mölunariðnað hafa tekið að flytja inn malað hveiti, en myllur þeirra og annarra landa hafa orðið að hætta eða draga úr afköstum sínum um helming. Bandarískir mölunarhringar hafa borið úr býtum tvöfaldan og þre- faldan gróða af útflutningi hins malaða korns. T. d. flutti Ítalía inn 492.300 lestir af möluðu korni 1947, þar af 70% frá Bandaríkj- unum, en ekki nema 15.1 lestir 1938. Vestur-Þýzkaland flutti 1948 480.000 lestir af möluðu korni inn frá Bandaríkjunum einum. Bandaríkin flytja makaróníur sínar út til Ítalíu, sem sjálf flutti út makaróníur fyrir stríð. 1948 nam innflutningur Ítalíu á makar- óníum frá Bandaríkjunum meira en 60.000 lestum, enda þótt ít- alskar makaróníuverksmiðjur væru ekki starfræktar til fulls. Stærsta makaróníuverksmiðja Ítalíu í Neapel var t. d. ekki starf- andi nema 6—10 daga í mánuði. Skylduinnflutningurinn á möluðu korni samkvæmt Marshalláætluninni eyðileggur mölunariðnað Vestur-Evrópulanda og sviptir kvikfjárrækt þessara landa dýr- mætu klíð-fóðri. Bandaríski kvikmyndaiðnaðurinn er sérstaklega ágengur, og beitir hann einnig fyrir sig þingi og stjórn í yfirgangi sínum. Bandarískar kvikmyndir fylla 60% af sýningartíma kvikmynda- húsa í Bretlandi, 60% í Frakklandi, 80% í Ítalíu og 70% í Belgíu, þó að brezk og frönsk kvikmyndafélög geti sjálf framleitt góðar kvikmyndir. í öllum auðvaldsheiminum fylla bandarískar kvik- myndir 72% af öllum sýningartímanum. Á sama tíma og milljónir manna skortir fæði og klæði, fæst Bandaríkjastjórn við að eyðileggja „offramleiðslu" matvæla og takmarka sáningu. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur -lagt til, að eyðilagðar verði 1.360.000 lestir af kartöflum, sem stjórnin hefur keypt, og 15. desember 1949 lagði ríkisstjórnin til, að minnkaður yrði sáðflötur til baðmullarræktunar um 23% mið- að við 1949. Til að halda uppi verðlagi hefur Kansas-deild stjórnarstofnun- arinnar Commodity Credit Corporation fyllt helli, sem er 6.5 hekt- 10

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.