Réttur


Réttur - 02.05.1950, Síða 29

Réttur - 02.05.1950, Síða 29
RÉTTUR 109 af þinginu til styrjaldarrekstursins. Bebel var þá þingmaSur. Hann varð að taka afdráttarlausa afstöðu með eða móti stríðinu. Hann skildi auðvitað, að einungis óvinir verkalýðsins gátu hagn- azt á stríðinu, en þó voru allar stéttir í Þýzkalandi, allt frá auö- ugum borgurum til verkamanna, gripnir eldheitri, en afvega- leiddri föðurlandsást og kölluðu það „svik við föðurlandið11 að vera á móti fjárveitingunni. En Bebel virti að vettugi stríðshrifn- inguna og synti óhræddur móti straumnum. Úr ræðustóli þings- ins hrópaði hann hárri röddu: „Sem sósíalisti og lýðveldissinni er ég ekki með stríði, ég er með bræðralagi alþýðunnar. Ég er ekki fylgjandi fjandskap við franska verkamenn, heldur vil ég ein- ingu þeirra og þýzkra verkamanna." Ásakanir, háð og fyrirlitn- ing, það var svarið, sem Bebel fékk við ræðu sinni, jafnvel einnig hjá verkamönnum. En Bebel, sem var trúr kenningum hins vís- indalega sósíalisma, varaðist að lækka fánann til samræmingar við stéttarbræður sína, sem í svipinn stóðu á hinu lága sviði þjóð- ernislegra fordóma. Hann reyndi einmitt á allan hátt að lyfta þeim, koma þeim í glöggan skilning um skaðsemi stríðsins. Síðar skildu verkamennirnir yfirsjón sína, og nú varð hinn staðfasti og glöggskyggni Bebel enn hjartfólgnari þeim en nokkru sinni fyrr. En ríkisstjórnin launaði honum með tveggja ára fangelsi. En hann eyddi tímanum þar reyndar ekki til ónýtis, því að í fang- elsinu ritaði hann hina frægu bók sína „Konan og sósíalisminn“. í lok áttunda tugar aldarinnar og á þeim níunda varð flokk- urinn að standast nýjar raunir. Þýzka ríkisstjórnin, sem farin var að óttast vöxt sósíaldemókrata, gaf út Sósíalistalög sín. Hún leysti upp flokkinn og verkalýðsfélögin, bannaði öll sósíaldemó- kratísk blöð, afnam funda- og félagsfrelsi. Sósíaldemókrataflokk- urinn, sem hingað til hafði verið lögleyfður, var nú allt í einu knúinn til að starfa leynilega. Með öllum þessum ráðstöfunum vildi ríkisstjórnin ögra sósíaldemókrötum, svo að þeir gripu til vonlausra örþrifaráða, er lömuðu baráttuþrek þeirra, og gerðu stjórninni auðvelt fyrir að brjóta þá á bak aftur. Sósíaldemó- kratar þurftu nú að halda óvenjulegri staðfestu og þrautseigju til að forðast glapræði, til að breyta um baráttuaðferðir í tæka

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.