Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 62

Réttur - 02.05.1950, Side 62
L42 RÉTTUR legum gróanda, er atvinnulíf auðvaldslandanna komið út á braut óafstýranlegrar kreppu. í auðvaldslöndunum eru nú 45 milljónir manna atvinnulausir og hálfatvinnulausir. í Bandaríkjunum ein- um saman er rétt tala atvinnulausra að hálfu eða öllu leyti komin upp í 18 milljónir. í janúar einum hækkaði talan um nærri eina milljón. Skýrt er frá hraðvaxandi atvinnuleysi í marshalllöndum Evrópu, t. d. Vestur-Þýkalandi, Ítalíu og Belgíu. Hinir óhugnanlegu brestir í auðvaldsskipulaginu koma skýrt og áberandi í Ijós. Ríkin mynda blakkir og hernaðarbandalög og æsa til nýrrar styrjaldar, en samtímis breyta þau eftir reglunni: „Bjargi sér hver, sem bjargað getur“. Önnur heimsstyrjöldin veikti til mikilla muna fjárhagsgetu og pólitísk áhrif Bretlands, Frakklands, Hollands, Belgíu og annarra Evrópulanda. Grundvöllurinn skriðnar undir fótum nýlenduveld- anna í Evrópu, sem megna ekki lengur að stjórna hinum geysistóru nýlendum sínum og verða að láta undan síga fyrir þrýstingi amer- ísku einokunarhringanna, sem hafa færzt í aukana og finna til styrkleika síns og reyna með skefjalausri ágengni að leggja undir sig nýlendur og markaði fyrir vörur og fjárfestingu. Það er því hafin ný barátta um nýlendurnar og markaði þeirra, og þessi barátta hefur einnig tekið á sig nýja mynd. Dæmi um átökin milli Bandaríkjanna og Bretlands er árekst- urinn milli brezkra olíufélaga annars vegar og amerískra hins vegar út af mörkuðunum. Amerísku olíufélögin eru raunverulega byrjuð að leggja undir sig markaðina í brezkum löndum. Til varnar brezku oljufélaganna hefur brezka stjórnin orðið að banna sumum nýlendum sínum að kaupa ameríska olíuframleiðslu og neyða þær til að kaupa af brezku félögunum. Þetta er gert undir því yfir- skyni, að draga verði úr dollaraeyðslu til olíukaupa. Amerísku olíufélögin reyna með því að beita fyrir sig sam- bandsþingi og utanríkisráðuneyti lands síns að neyða Breta til að opna dyrnar fyrir amerísku olíufélögunum. Svo langt er gengið, að formaður utanríkisnefndar Bandaríkjaþings, Conally, hefur hótað Bretlandi því, að Marshallaðstoð skuli hætt, ef ekki verði orðið við kröfum amerísku olíufélaganna.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.