Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 61

Réttur - 02.05.1950, Page 61
A. I. MIKOJAN: Efnahagur auðvaldslandanna Vér lifum á tíma, er spurningin „hver sigrar hvern“ er löngu útkljáð í voru landi með sigri sósíalismans. Spurningin „hver sigrar hvern“ er nú einungis óútkljáð á hinum alþjóðlega vett- vangi. Stefna söguþróunarinnar er oss gleðileg vísbending um það, að einnig á hinum alþjóðlega vettvangi verði þessi spurn- ing útkljáð með sigri sósíalismans. Vér verðum að minnast þess, að efnahagslegur máttur ákveðinnar þjóðfélagsskipunar fer ekki fyrst og fremst eftir því, hve framleiðsla og tækni hafa þegar komizt á hátt stig, heldur vaxtarhraðanum, sem einkennir þróun efnahagslífsins. Hér gildir sama lögmál ,sem Stalin lagði áherzlu á í stríðinu. Sá aðilinn vinnur, sem styrkist efnahagslega með síauknum hraða, og hinn tapar, sem er í hnignun og afturför. Þrátt fyrir örvandi áhrif stríðsins á atvinnulíf Bandaríkjanna, hefur framleiðsla þeirra á síðast liðnum 20 árum aukizt til jafn- aðar um 2% á ári, þar sem framleiðsluaukning Ráðstjórnarríkj- anna á sama tíma nemur 20% á ári. Hin nýja þjóðfélagsskipan í alþýðulýðveldum Mið- og Suð- austur-Evrópu hefur einnig á skömmum tíma getað sýnt yfir- burði alþýðustjórnarinnar gagnvart kapítalismanum, eftir að þessi lönd hafa lagt inn á braut sósíalismans og tekið upp efnahagslegt og pólitískt samstarf við Ráðstjórnarríkin. Heimur nútímans er skiptur í tvennt: herbúðir auðvaldsins og herbúðir sósíalismans. Löndin í herbúðum sósíalismans byggja 800 milljónir manna.... Þar sem löndin í herbúðum sósíalismans eru í hröðum efnahags-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.