Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 7

Réttur - 02.05.1950, Page 7
RÉTTUR 87 hann festi heiðursmerkin á brjóst Malaja-hermannanna fyrir hreystilega framgöngu þeirra í stríðinu: „Ég veit hve stolt þið eruð af þessum mönnum og mótspyrnuhreyfingunni, sem þeir stjórnuðu. Við frá sam- einuðu þjóðunum erum þakklátir." Brezka blaðið „Strait Times“ sagði um sömu 'hermenn: „Þeir voru fulltrúar þúsunda félaga sinna, sem þoldu ótrúlega erfiðleika og pyntingar. Margir þeirra færðu hina æðstu fórn, til þess að Malajalönd gætu orðið frjáls." Þessum hetjum var boðið til Lundúna 1946 til þess að taka þátt í sigurgöngunni miklu. Fremstur þeirra gekk þar foringi þeirra, þjóðhetjan Lau Yiew. — 1948 skutu brezkir hermenn Lau Yiew til bana í heimalandi hans. 1946 var heiðursmerkið British Empire Medal fest á brjóst Tong Kin Nyan, bæjarstjórans í Pulai fyrir hreysti bæjarbúanna í stríðinu. 1 skjalinu um afrekin segir: „Þrátt fyrir ægilegar aðfarir óvinanna, sýndi hann og íbúar bæjar hans mikið hugrekki og tryggð, meðan á hertöku Japana stóð, með því að hjálpa og aðstoða brezka liðsforingja, er höfðust við í frumskógunum“. — 1 ágúst 1948 réðust brezkar flugvélar á Pulai-bæ. Bærinn var jafnaður við jörðu og þúsund íbúa, konur, börn og karl- menn flúðu út í frumskógana, þar sem þeir áður höfðu hjálpað brezkum liðsforingjum eftir mætti. Slíkar voru þakkir Breta. Hvað hafði gerzt eftir komu þeirra? Silkiglófinn dreginn af stállinefanum. „Nú kveð ég ei um afrek dýr! En Englands fjandskap, morð og rán. Því atför hver er klækur nýr, Og hver einn sigur aukin smán —“. Stephan G. Stephansson: „Transvaal“. Malajar höfðu barizt til þess að fá fósturjörð sína og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.