Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 40

Réttur - 02.05.1950, Page 40
120 RÉTTUR 4) Veruleg aukning efnalegrar velmegunar fólksins, bætt lífs- skilyrði og aukin menning allrar alþýðu. Stefna 6 ára-áætlunarinnar á sviði iðnaöarins. Það, sem hér kemur fyrst til greina, er hraðinn í aukningu iðn- aðarins þessi sex ár. Það hefur verið mjög ör framför í iðnaði okk- ar til þessa. Árið 1947 jókst iðnaðarframleiðslan um allt að 39% miðað við árið á undan ,og 1948 var hún 31% meiri en 1947. Getur iðnaðarframleiðslan vaxið með sama hraða næstu 6 árin? Auðsætt er, að slíkt er útilokað. Og hvers vegna? Af því að hingað til höfum við einungis fengizt við endurreisn iðnaðarins, en 6 ára- áætlunin fjallar um frekari þróun hans. Augljóst er, að fljótar gengur að reisa við fallnar byggingar, en að reisa ný iðjuver frá grunni. Þess vegna gerir 6 ára áætlunin ráð fyrir hægari vexti iðnaðarframleiðslunnar en 3 ára áætlunin gerði, eða sem svarar 11—12% á ári hverju. Er nú þessi vaxtarhraði iðnaðarframleiðslunnar — þ. e. a. s. um 11—12% árlega — mikill eða lítill? Til að svara þeirri spurningu skulum við athuga framleiðsluaukningu auðvaldslandanna á þessu sviði — og miða þá við þá tíma, er auðvaldsskipulagið var enn ekki komið inn á skeið hinnar almennu kreppu. Árin 1897—1913 var framleiðsla auðvaldsríkjanna í vexti. Þá var meðalaukning iðnaðarframleiðslunnar árlega sem hér segir: í Englandi 1,9%, í Frakklandi 2,93%, í Þýzkalandi 3,72%. Við sjá- um því, að aukning sú, sem ráðgerð er í áætlun okkar, fer talsvert fram úr því, sem auðvaldsríki hafa nokkru sinni afrekað. Og það er skiljanlegt, með því að ókleift er að ná jafnmikilli framleiðslu- aukningu við auðvaldsstjórn eins og þar sem alþýðan ræður ríkj- um. Lítum nú á vaxtarhraðann í iðnaðarframleiðslu Ráðstjórnarríkj- anna. Meðalaukningin þar árin 1928—32, eða á tímabili fyrstu fimmáraáætlunarinnar, nam 22%. 1933—37, — eða á tímabili 2. fimm ára áætlunarinnar — nam hún 17% og árin 1938—40 13%. Við sjáum af þessu, að vaxtarhraði iðnaðarframleiðslunnar hjá okkur er minni en var í Ráðstjórnarríkjunum á tímabili 1. fimm-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.