Réttur


Réttur - 02.05.1950, Blaðsíða 40

Réttur - 02.05.1950, Blaðsíða 40
120 RÉTTUR 4) Veruleg aukning efnalegrar velmegunar fólksins, bætt lífs- skilyrði og aukin menning allrar alþýðu. Stefna 6 ára-áætlunarinnar á sviði iðnaöarins. Það, sem hér kemur fyrst til greina, er hraðinn í aukningu iðn- aðarins þessi sex ár. Það hefur verið mjög ör framför í iðnaði okk- ar til þessa. Árið 1947 jókst iðnaðarframleiðslan um allt að 39% miðað við árið á undan ,og 1948 var hún 31% meiri en 1947. Getur iðnaðarframleiðslan vaxið með sama hraða næstu 6 árin? Auðsætt er, að slíkt er útilokað. Og hvers vegna? Af því að hingað til höfum við einungis fengizt við endurreisn iðnaðarins, en 6 ára- áætlunin fjallar um frekari þróun hans. Augljóst er, að fljótar gengur að reisa við fallnar byggingar, en að reisa ný iðjuver frá grunni. Þess vegna gerir 6 ára áætlunin ráð fyrir hægari vexti iðnaðarframleiðslunnar en 3 ára áætlunin gerði, eða sem svarar 11—12% á ári hverju. Er nú þessi vaxtarhraði iðnaðarframleiðslunnar — þ. e. a. s. um 11—12% árlega — mikill eða lítill? Til að svara þeirri spurningu skulum við athuga framleiðsluaukningu auðvaldslandanna á þessu sviði — og miða þá við þá tíma, er auðvaldsskipulagið var enn ekki komið inn á skeið hinnar almennu kreppu. Árin 1897—1913 var framleiðsla auðvaldsríkjanna í vexti. Þá var meðalaukning iðnaðarframleiðslunnar árlega sem hér segir: í Englandi 1,9%, í Frakklandi 2,93%, í Þýzkalandi 3,72%. Við sjá- um því, að aukning sú, sem ráðgerð er í áætlun okkar, fer talsvert fram úr því, sem auðvaldsríki hafa nokkru sinni afrekað. Og það er skiljanlegt, með því að ókleift er að ná jafnmikilli framleiðslu- aukningu við auðvaldsstjórn eins og þar sem alþýðan ræður ríkj- um. Lítum nú á vaxtarhraðann í iðnaðarframleiðslu Ráðstjórnarríkj- anna. Meðalaukningin þar árin 1928—32, eða á tímabili fyrstu fimmáraáætlunarinnar, nam 22%. 1933—37, — eða á tímabili 2. fimm ára áætlunarinnar — nam hún 17% og árin 1938—40 13%. Við sjáum af þessu, að vaxtarhraði iðnaðarframleiðslunnar hjá okkur er minni en var í Ráðstjórnarríkjunum á tímabili 1. fimm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.