Réttur


Réttur - 02.05.1950, Blaðsíða 37

Réttur - 02.05.1950, Blaðsíða 37
RÉTTUR 117 standi á verðinum um þessa einingu og leyfi engum að rjúfa hana. Það er og nauðsynlegt að vera á verði gagnvart blekk- ingum hinna borgaralegu og smáborgaralegu hagfræðinga, sem halda því að verkalýðnum, að tilgangslaust sé fyrir hann að fá kauphækkanir, því að þær séu jafnóðum af honum teknar, og í öðru lagi, að kauphækkun, sem einn hópur verkamanna nái, sé tekinn úr vasa annarra launþega. Hvorttveggja kenningin er töluð beint úr hjarta stórat- vinnurekenda. Sú fyrri miðar að því áð innstilla verkalýðinn á póli- tísku baráttuna eingöngu, vel vitandi það, að verkalýður- inn er stjórnmálalega sundraður. Hin síðari miðar að því að sá sundurþykkju og úlfúð meðal hinna ýmsu hópa launþega og stemma líka þannig stigu fyrir baráttu verkalýðsins fyrir bættum lífskjörum. Enn er ekki hægt að segja, hvernig sú kaupgjaldsbar- átta mótast, sem hvatt 'hefur verið til. I eðli sínu er hún ekki aðeins spurning um kaupgjaldið, heldur einnig um afstöð- una til gengislækkunarlaganna, þ. e. til ráðandi stefnu í at- vinnu- og fjárhagslífi þjóðarinnar. Það er því auðsynlegt að vera við því búinn, að þessi barátta þróist upp í pólitísk átök, þar sem barizt verði um þá stefnu, er verkalýðsráð- stefnan markaði síðastliðinn vetur. Framundan er ekki aðeins sú kaupgjaldsbarátta, sem verkalýðsfélögin eru að undirbúa. Framundan er einnig nýtt Alþýðusambandsþing, sem þarf að verða baráttuþing íslenzku verkalýðsstéttarinnar, þing, sem verður fært um að velja sér nýja forystu, er njóti trausts yfirgnæfandi meirihluta stéttarinnar. Á það þing má enginn gengislækkunarmaður komast. Á það þing má enginn sá verða valinn, sem verkalýðurinn getur ekki treyst til að stjórna baráttu hans fyrir bættum kjörum og fyrir stefnubreytingu í þjóðmálum í samræmi við ákvarðanir verklýðsráðstefnunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.