Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 8

Réttur - 02.05.1950, Page 8
88 RÉTTUR auðlindir hennar fyrir sjálfa sig. Bretar voru hins vegar komnir til þess að beygja þá undir brezka auðmannaokið á ný. Fyrstu ráðstafanir Breta voru þær að afvopna þjóðher Malaja. Því næst var tekið til að svara kröfum Malaja um þjóð- frelsi og lýðræði. Það var gert með því að brezka stjórnin setti „stjórnar- skrá“ um „þing“, sem skyldi samanstanda af 14 embættis- mönnum stjórnarinnar og 16 mönnum, sem landshöfðing- inn útnefndi. Ekki einn einasti fulltrúi skyldi kosinn af þjóðinni. 1 Singapore skyldi leyfa að kjósa 6 fulltrúa af 22 í sérstakt ráð fyrir borgina. Islendingar hefðu litið slíka stjórnarskrá með fyrirlitningu fyrir 100 árum. Malajum þótti „stjórnarskrárómynd" þessi aðeins draga dár að lýð- ræðinu og fórnum þeirra í frelsisstríðinu. Þeir svöruðu m. a. með því að þeir fáu, sem kjósa máttu í Singapore-ráðið tóku ekki þátt í „gerfi“-kosningum þessum: 93% kjósend- anna mætti ekki, aðeins 7% kusu. Brezka stjórnin var 1947 jafn „rótlaus" meðal þjóðarinn- ar og hún hafði verið 1942. Brezka stjórnin reyndi því næst að kljúfa verkalýðsfé- lögin, með því að mynda „gul“ verkalýðsfélög. Það mis- tókst eins hrapallega. Að eins 9% verkamanna fengust í þessi gerfifélög. Þegar brezka stjórnin sá að hún komst ekki áfram með blekkingum, greip hún til ofbeldisins. I júní 1948 voru „nauðungarráðstafanir" lögleiddar. Verkalýðsfélögin, flokkar og samtök verkamanna og ann- arra lýðræðissinna bönnuð, forustumenn þeirra teknir fast- ir og skotnir. Þá svaraði þjóðin með því að grípa til vopna og verja frelsi sitt með vopn í hönd. Svo aumlega tókst brezku valdhöfunum vörnin fyrir of- beldi sitt í brezka þinginu og eystra að þeim bar ekki saman, svo sem verða vill um ljúgvitni. Creech-Jones, nýlendu-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.