Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 7

Réttur - 01.08.1950, Side 7
RÉTTUR Með dökka blóðsins bletti í huga hann bæn hins nýja siðar les. En danskir sveinar fylgja í fýlu, því fátæk eru Suðurnes. Hann kreikar nú í kóngsins nafni um klausturjarðir Viðeyjar, og skiptir niður skipum öllum og skyldubundnum mönnum þar. — En einhver hulinn, hljóður geigur á hugann sækir meir og meir. Það er sem næði af Norðlingunum jafnt nótt sem dag. — Hvar eru þeir? Á Kirkjubóli birtist svarið: Að bænum sópast þöguit lið, með veiðihug í votum barmi, sem vitjað sé á fiskimið. í hettur sér og hökustalla og húmið bregður ægisvip á reiðan her, sem réðst í leyni með réttlætinu sjálfu á skip. Með bóndans leyfi er bærinn rofinn (sá bóndi síðar hengdur var), og sveinar Kristjáns, sjö að tölu, á svipstund eru vegnir þar. En sjálfur heill á húfi kemst hann á hiaðið út, með froðu um vit. í treyju hans er töggur slíkur, að traustum eggjum slævist bit. Þá hleypur að með lenzu langa einn lokkaprúður, ungur þegn: Ég lagið skal sem skjótast finna! 167

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.