Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 8

Réttur - 01.08.1950, Síða 8
168 RÉTTUR — og skálkinn leggur strax í gegn. Á Ara-iGrána upp hann snarast með örskotshraða á samri stund og þeysir þurt.------Á þriðja degi er þulin frétti heim á Grund . . . IV. Úr húmsins vængjum fjaðrir falla og friðlaust gerist kólnað liold. — Þeir Sefrím Kokk og Sefrím Ama sem svipir rísa úr dökkri mold. Á glóðum elds þeir ganga aftur og glýja vefst um höfuð bleik. — Er hundar urra að húsabaki, þeir hnerra grimmt og bregða á leik. En vermenn óttast ekki drauga, — í orpinn haug þeir rjúfa skarð, og höggva af búkum höfuð átta án hispurs fyrir norðan garð. Um hitt, með nefin — hvað skal segja? En háðung er þeim dónum vís, sem trýnið reka í íslenzk örlög, unz öldin særð til varnar rís! V. Og nú er innst í þeli þjóðar til þakkargerðar djúprar efnt: Af sonum lýðsins, sævi roknum, hins sæla vökumanns er hefnt. — En synir lýðsins vinda upp voðir, — á vonlaus mið í skyndi er stefnt. Þeir hverfa allir út í myrkrið — og ekkert sérstakt heiti er nefnt.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.