Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 11

Réttur - 01.08.1950, Síða 11
171 1 RÉTTUR Björn Sigfússon: Dánarminning Jóns Arasonar Minnisstæður var Gamli sáttmáli Islendingum, er þeir létu sjálfstæði sitt. Eigi var minni réttarskerðingin og fjár- kúgunin, sem siðskiptin um 1550 neyddu þjóðina að þola. Þessir tvennir atburðir eru því sambærilegir. Enn verri væri mynd Gamla sáttmála en er, ef hann hefði verið staðfestur skömmu eftir ritun sína með því að láta böðulsöxi væta hann í blóði þriggja af atgervismestu höfð- ingjum landsins, segjum t. d. Brands biskups Jónssonar, Þórðar Andréssonar og Sturlu lögmanns, sagnaritarans. Þvílíkt var það, er þjónar Kristjáns III. hálshjuggu 1550 þann Norðlendingabiskup, sem mest skáld og atgervismað- ur var, son hans prestvígðan, þann sem föðurnum var geð- líkastur og væntanlegur biskup, en það var sr. Björn Jóns- son, og lögmanninn Ara Jónsson, sem naut þjóðarhylli. Fjögurra alda minning þessa hroðaverks er þjóðernis- legur viðburður, sem hvetur til íhugana. Þegar þeir feðgar létu líf í Skálholti, stóðu þeir í svipinn í baráttu að verja innlend réttindi fyrir yfirgangi konungsvalds. Af þeirri ástæðu eru þeir þjóðhetjur. Þeirri staðreynd skal ekki haggað, þótt söguskoðun sýni hina stéttlægu yfirgangssemi þeirra, áþekka og í sögum hinna vösku og misvitru höfðingja okkar á Sturlungaöld. Æviatriði biskups og sona hans * Jón Arason er talinn fæddur 1484, dáinn 66 ára, en sumir hafa þó álitið hann eldri. Ari lögmaður, sonur hans, hefur fæðzt 1508—10 og látizt vel fertugur. Sr. Björn var yngri

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.