Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 13

Réttur - 01.08.1950, Side 13
RÉTTUR 173 í umboði föður síns, 1528. Það haust lézt Hrafn lögmaður Brandsson, tengdasonur Jóns biskups, og komu Norðlend- ingar sér saman um það á næsta alþingi að kjósa Ara í hans stað, þótt ungur væri. Úr öðrum landshlutum kom hörð mótstaða, og merkur sýslumaður annar var í kjöri. En Jón biskup mun hafa stutt son sinn í kyrrþey, unz hann náði embættinu, 1530, e. t. v. með brögðum. Ari þótti brátt með skynsömustu lögmönnum, sem verið höfðu, réttdæmur, sanngjarn við alþýðu, „veitti jafnan virðum anz, þó væru ei tignarmenn". Ari kvæntist 1530 Halldóru Þor- leifsdóttur á Möðruvöllum, auðugri konu, og eru stórættir komnar af dætrum þeirra. Halldóra varð eigi gömul, og harmaði Ari hana mjög. Þegar siðskiptadeilur hörðnuðu varð Ari að sleppa lögmannsembætti, og var það nokkuð kennt Dönum. Ari var íþróttamaður og hraustmenni, óvæginn, ef hann brá skapi, fésýslumaður og fengsæll á jarðeignir, en gat verið manna örlátastur. Hann þótti bera flest þau ein- kenni, sem prýða máttu höfðingja, líkt og faðir hans, en var hófsamari í deilum. Birni Jónssyni var lítil hófsemi gefin, og lýsa honum sumir sagnaritarar sem ofstopamanni, en vinir hans töldu fáa menn höfðinglegri (kvæði Ólafs Tómassonar). Má vera, að hvorir tveggja segi nokkuð satt. Prestur eða messudjákn var hann orðinn 1533, í mesta lagi tvítugur að aldri, og festi sér þá fylgikonu með eins konar hjúskapar- samningi, því prestar máttu eigi kvænast öðruvísi. Það var Steinunn Jónsdóttir frá Svalbarði, en bræður hennar fimm urðu nafnkenndir menn á síðari hluta aldarinnar (Staðarhóls-Páll, Magnús prúði, Jón lögmaður). Melstað- arprestakall í Miðfirði fékk sr. Björn 1534 og bjó þar til dauða. Þau Steinunn áttu sjö börn, sem ættir eru frá komn- ar og margt atkvæðamanna. Séra Bjöm á Melstað var jarðabraskari með afbrigðum

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.