Réttur


Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 13

Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 13
RÉTTUR 173 í umboði föður síns, 1528. Það haust lézt Hrafn lögmaður Brandsson, tengdasonur Jóns biskups, og komu Norðlend- ingar sér saman um það á næsta alþingi að kjósa Ara í hans stað, þótt ungur væri. Úr öðrum landshlutum kom hörð mótstaða, og merkur sýslumaður annar var í kjöri. En Jón biskup mun hafa stutt son sinn í kyrrþey, unz hann náði embættinu, 1530, e. t. v. með brögðum. Ari þótti brátt með skynsömustu lögmönnum, sem verið höfðu, réttdæmur, sanngjarn við alþýðu, „veitti jafnan virðum anz, þó væru ei tignarmenn". Ari kvæntist 1530 Halldóru Þor- leifsdóttur á Möðruvöllum, auðugri konu, og eru stórættir komnar af dætrum þeirra. Halldóra varð eigi gömul, og harmaði Ari hana mjög. Þegar siðskiptadeilur hörðnuðu varð Ari að sleppa lögmannsembætti, og var það nokkuð kennt Dönum. Ari var íþróttamaður og hraustmenni, óvæginn, ef hann brá skapi, fésýslumaður og fengsæll á jarðeignir, en gat verið manna örlátastur. Hann þótti bera flest þau ein- kenni, sem prýða máttu höfðingja, líkt og faðir hans, en var hófsamari í deilum. Birni Jónssyni var lítil hófsemi gefin, og lýsa honum sumir sagnaritarar sem ofstopamanni, en vinir hans töldu fáa menn höfðinglegri (kvæði Ólafs Tómassonar). Má vera, að hvorir tveggja segi nokkuð satt. Prestur eða messudjákn var hann orðinn 1533, í mesta lagi tvítugur að aldri, og festi sér þá fylgikonu með eins konar hjúskapar- samningi, því prestar máttu eigi kvænast öðruvísi. Það var Steinunn Jónsdóttir frá Svalbarði, en bræður hennar fimm urðu nafnkenndir menn á síðari hluta aldarinnar (Staðarhóls-Páll, Magnús prúði, Jón lögmaður). Melstað- arprestakall í Miðfirði fékk sr. Björn 1534 og bjó þar til dauða. Þau Steinunn áttu sjö börn, sem ættir eru frá komn- ar og margt atkvæðamanna. Séra Bjöm á Melstað var jarðabraskari með afbrigðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.