Réttur


Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 15

Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 15
RÉTTUR 175 þess vegna hafi það verið, að norðlenzkir prestar þorðu að kjósa Sigurð til biskups yfir sig þegar eftir lát Jóns, meðan öxin vofði yfir, og sömuleiðis öðru sinni, er biskupsstóllinn losnaði. Hvort Sigurður var mjög eða lítt lúterskur, hefur þó hitt ráðið biskupskjörinu í bæði skiptin, að hann átti persónulega óyggjandi tiltrú að fagna og þess vildu Norð- lendingar neyta til að sýna enn konungi með kurteislegri þrjózku, að þeirra vilji væri þvert í móti konungsviljanum og þeir tryðu bezt niðjum Jóns Arasonar. Uppgangsmenn á róstutímum Jón Arason var ekki fæddur til auðs og valda. Prest- menntun, sem hann fékk, hefði ekki nægt til að gera hann að andans manni, og betri hefði þurft biskupsmenntunina, því að Gottskálk fyrirrennari hans var háskólagenginn. Þess vegna lézt Jón biskup kunna „ekki par“ í latínu, mætri list, en það sakaði minna af því, að hann kynni betur málfar móðurlandsins. Vísuna, sem Jón kvað um þetta við séra Böðvar, kunna allir eða ættu að kunna. Hann óx við alþýð- leg kjör, fremur þröng að sögn, og kynsarfur hans var hin þjóðlega skáldmennt og góðar gáfur. 1 klerkastétt mátti vænta, að hann yrði einn þeirra sauðspöku sóknarpresta, sem voni flestum gleymdir, jafnskjótt og þeir sigu ofan í jörðina. En Jón Arason var gæddur þeirri áfergju lífsins, sem einkenndi marga gáfumenn endurreisnarskeiðsins 1 Evr- ópu. Þeir fengu sig varla fullsadda af neinu. Samfara skarpleik og menntaþorsta húmanistans ólu þeir flestir í brjósti auðlegðarþrá og hamslausa valdagirnd, ef þeir máttu sín nokkurs. Það var miðaldakirkjan, sem veitti mörgum þessara manna framann. Hún var sérdræg og haganlega skipulögð stétt, en inngöngudyrnar í stéttina ekki mjög þröngar. Þar gátu menn hafizt af dugnaði sínum, þótt engir auðmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.