Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 15

Réttur - 01.08.1950, Síða 15
RÉTTUR 175 þess vegna hafi það verið, að norðlenzkir prestar þorðu að kjósa Sigurð til biskups yfir sig þegar eftir lát Jóns, meðan öxin vofði yfir, og sömuleiðis öðru sinni, er biskupsstóllinn losnaði. Hvort Sigurður var mjög eða lítt lúterskur, hefur þó hitt ráðið biskupskjörinu í bæði skiptin, að hann átti persónulega óyggjandi tiltrú að fagna og þess vildu Norð- lendingar neyta til að sýna enn konungi með kurteislegri þrjózku, að þeirra vilji væri þvert í móti konungsviljanum og þeir tryðu bezt niðjum Jóns Arasonar. Uppgangsmenn á róstutímum Jón Arason var ekki fæddur til auðs og valda. Prest- menntun, sem hann fékk, hefði ekki nægt til að gera hann að andans manni, og betri hefði þurft biskupsmenntunina, því að Gottskálk fyrirrennari hans var háskólagenginn. Þess vegna lézt Jón biskup kunna „ekki par“ í latínu, mætri list, en það sakaði minna af því, að hann kynni betur málfar móðurlandsins. Vísuna, sem Jón kvað um þetta við séra Böðvar, kunna allir eða ættu að kunna. Hann óx við alþýð- leg kjör, fremur þröng að sögn, og kynsarfur hans var hin þjóðlega skáldmennt og góðar gáfur. 1 klerkastétt mátti vænta, að hann yrði einn þeirra sauðspöku sóknarpresta, sem voni flestum gleymdir, jafnskjótt og þeir sigu ofan í jörðina. En Jón Arason var gæddur þeirri áfergju lífsins, sem einkenndi marga gáfumenn endurreisnarskeiðsins 1 Evr- ópu. Þeir fengu sig varla fullsadda af neinu. Samfara skarpleik og menntaþorsta húmanistans ólu þeir flestir í brjósti auðlegðarþrá og hamslausa valdagirnd, ef þeir máttu sín nokkurs. Það var miðaldakirkjan, sem veitti mörgum þessara manna framann. Hún var sérdræg og haganlega skipulögð stétt, en inngöngudyrnar í stéttina ekki mjög þröngar. Þar gátu menn hafizt af dugnaði sínum, þótt engir auðmenn

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.