Réttur


Réttur - 01.08.1950, Qupperneq 18

Réttur - 01.08.1950, Qupperneq 18
178 RÉTTUR upptækar 1551. Hitt vissi hvorki Jón né hinir, að hlutskipti Teits, að deyja snauður, beið nærri allrar stéttarinnar síðar. Heima á Hólum þótti Jón beztur biskupa og rausnarleg- astur og eigi síður fyrir það, að Helga húsfreyja hans var mikilhæf. Vinsældir hans um allt biskupsdæmið og ljóminn yfir Hólum festust í alþýðuminni um aldir lútersks siðar. Það má sjá af slitróttum mannlýsingum, sem varðveitzt hafa, að Jón Arason þótti mikilmenni í sjón og hvatlegur fram í elli. Hann var hár vexti, langleitur og sléttleitur, karlmenni og léttur á sér, líkt og segir um Ara. Síðustu árin var hann lotinn í herðum, hár alhvitt og skegg, — „mikið fyrirmannlegur.“ Skáldskapur biskups samsvaraði fjölhæfni 'hans og breytileik í framkomu, sýndi ýmist kýmni eða biturleik, hátíðlegan klerkmærðarþunga eða undirbúningslausa ber- sögli, óvænt skot í mark, — „mikið skáldmenni", segir Björn á Skarðsá um Jón. í keppninni við siðskiptahreyfingu beitti biskup lengi andlegum yfirburðum, en ekki valdi, og sjálfur var hann snortinn nýjum hugsjónum. Trúarkvæði hans með orðgnótt og dýru formi og fremur almúgaleg að smekk voru inn- legg í baráttu og sum með ferskan boðskap (Ljómur). Eitt af stefnumálum 16. aldar í Evrópu gerði Jón að sínu meir en nokkur samtíðarmanna hans hér, og það var endurreisn móðurmálsins. Þar var hann undanfari biblíuþýðendanna og sagður hafa þýtt guðspjöllin á íslenzku og látið prenta, þótt nú sé þýðingin glötuð. Prentsmiðjan, sem hann fékk að Breiðabólstað, hefði getað orðið afleiðingarík. Það var aðalsmark húmanista á miðoldum að kunna hin latnesku fræði og lifa sig inn í hugarheim þeirra. Endur- sköpun grísk-rómverskra verðmæta var „endurfæðing" þeirra, kölluð renaissance. Brátt skiptust nokkuð leiðir þeirra lærdómsmanna, sem fyrirlitu móðurtungu sína og hennar verk sökum dýrkunar sinnar á latínu, og hinna al- þýðlegri húmanista, sem endurfæddu þjóðtungur sínar. k.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.