Réttur


Réttur - 01.08.1950, Page 23

Réttur - 01.08.1950, Page 23
RÉTTUR 183 mótstaða brezku alþýðunnar nú gegn jarðaráni og arð- ránsframferði yfirstéttar, sem notaði siðskiptin enn til að auðgast og herða fjötrana. Þessari alþýðu fylgdu víða kaþólskir klerkar, fyrsta sinni varð nú hennar og þeirra málstaður sameiginlegur — gegn siðskiptunum. Það er við hljóm þessara frétta, sem Jón Arason vígbýst á Hólum og brýtur þær brýr, sem enn voru færar á leið til sátta. Þegar annaðhvort Björn eða Ari sonur hans mælti með sáttaboði af Daða hálfu (1550), spurði biskup aðeins: „Ertu hræddur?" — Hann hefur hugsað, að fyrst barizt væri í Englandi og Þýzkalandi við tvísýn úrslit, skyldi barizt einnig hér og reynt að nota mótspyrnuvilja almúgans. Sá vilji var eins og kveikur, sem beið þess, að kveikt væri. Skopkviðlingur einn eftir virðulegan kirkjuhöfðingjann, hálfsjötugan, sýnir ófyrirleitni hans þetta haust. Hann sendi merkisklerk, Þorlák föður Guðbrands, sem Hóla- biskup varð síðar, til að handtaka þáverandi lögmann, and- stæðing sinn. Þorlákur gerði lögmanni atför, en þorði ekki, þegar til alvöru kom, að berjast og handtaka hann. Jón kvað blóðugt háð um þessa erindislausu för, sagði enga hafa verið til varna nema kvenmenn með byssur þrjár, en lauk með þessu huggunarorði til oddvitans, Þorláks: Oddvitinn var ekki frekur, enginn þeirra gerðist sekur. Hægt er þeim, sem heilum vagni heim að ekur. Sjálfur hugðist Jón verða kallaður sekur og hirti nú minnst um, 'hvort hann æki heilum vagni heim. Skjóta má því inn, að í Þýzkalandi tóku lúterskir menn að rétta hlut sinn í styrjöldinni á ný, og enska uppreisnin var kæfð í blóði alþýðunnar, nema tíðkað var að hengja heldur1 presta hennar. Aðgerðir biskups þetta ár eru margþættar, en sæmilega kunnar þorra lesenda. Stórfelldust varð í minni manna myndin af alþingi 1550, þegar biskup, sem hirðstjórinn taldi

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.