Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 28

Réttur - 01.08.1950, Síða 28
188 RÉTTUR M. ÍLJÍN:* Auðæfi jarðar og mennirnir Hve margt fólk getur jörðin fætt? Á jörðinni búa tvö þúsund og tvö hundruð milljónir manna. Að minnsta kosti fimmtán hundruð milljónir af þeim fjölda hljóta margan dag að sætta sig við að fá ekki nægju sína að eta. Á sumum svæðum Asíu, Suðurameríku og Afríku er hungurs- neyð landlæg. Lýsingarorðið hungur er orðið fastur fylginautur orðsins Indverji. í Bengalhéraði verður þriðjungur íbúanna hung- urmorða á sumum árum. Blaðamaður nokkur amerískur ritar, að lúxushótelin á Haiti séu eins og eyjar allsnægta í hafi hræðilegrar fátæktar. En þessi Ameríkani hefði raunar ekki þurft að fara alla leið til Haiti til þess að sjá fólk svelta. Hann hefði getað séð það í sínu eigin landi. Einn af þingmönnum repúblikana, George D. Aiken frá Vermont áætlar að yfir 10 milljónir Bandaríkjamanna hafi ekki efni á að kaupa fjölskyldum sínum nægilegt viðurværi. „Hungur heimsins' er orðið tíðnefnt efni í ræðum, ritgerðum og bókum. Vísindamenn, rithöfundar og forustumenn þjóða rökræða um það hvort mannkynið geti sloppið undan hungri og þá hvernig. Og iðulega komast þeir að hinum fáránlegustu niðurstöðum. Sumir amerískir vísindamenn reyna að lífga við aftur Malthusarkenn- inguna, sem vísindin hafa fyrir löngu kastað fyrir borð og halda því fram, að jörðin geti ekki fætt allt það fólk, sem á henni býr og að þessvegna verði að fækka íbúunum. Tveir fræðimenn við Cornell háskóla í Bandaríkjunum að nafni Frank A. Pearson og Floyd A. Harper hafa skrifað bók, sem þeir nefna „Hungur heimsins.“ í bók þessari reyna þeir að reikna út *M. Iljín er frægur rússneskur rithöfundur.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.