Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 33

Réttur - 01.08.1950, Side 33
RÉTTUR 193 \ Suðurameríku, Afríku eða Asíu til að sjá að það eru ekki nema rétt jaðrar af þessum meginlöndum, sem heitið geta raektað land. En jafnvel í Evrópu og Asíu mætti auka þéttbýli og margfalda íbúafjöldann. Nazistarnir héldu því fram að þýzku þjóðina skorti „lífsrúm". Frá fyrstu bernsku var þeirri hugmynd troðið í hvern Þjóðverja að hann mætti hvergi spara sitt eigið blóð né annarra í baráttunni fyrir meira „lífsrúmi“. Samt er það staðreynd að Þýzkaland gæti fætt miklu fleira fólk, en þar býr í dag. Vísindin hafa leitt í ljós raunverulega ótakmarkaða möguleika á því að auka frjósemi jarðvegsins. Því meira vatn og næringarefni sem jurtirnar fá því ákafar vinna þær það verk sitt að breyta orku sólarinnar í efnaorku korns og ávaxta. Aðeins setur eðli jurtarinnar sjálfrar viss takmörk, sem þó eru fremur sýndartak- mörk en raunveruleg, því jafnvel eðli jurtanna er hægt að full- komna. Allt þetta hafa vísindin sannað. Og það eru fyrst og fremst rússneskir vísindamenn eins og Timirjasef, Mitsjúrín, Williams og Lýsenko, sem hafa sannað þetta með rannsóknum sínum. — Jörðin er geymslustaður fyrir geislaorku. Það er hægt að hag- nýta þá orku miklu betur en gert er með því að færa akuryrkjuna yfir stærri svæði og auka uppskeruna. Vogt og aðrir ný-malthusarsinnar fullyrða að ekki sé hægt að auka afrakstur jarðarinnar vegna mótstöðu náttúrunnar sjálfr- ar. Til sönnunar máli sínu benda þeir á Bandaríki Norðurameríku, þar sem skógar hafa. verið höggnir upp og jarðvegurinn eyddur með rányrkju. Góð jörð hefur orðið mögur og ófrjó, vatn og vindur hafa borið til sjávar þriðjunginn af jarðvegi landsins. Þetta eru að vísu staðreyndir, en ályktanirnar sem af þeim eru dregnar eru hreinar fjarstæður. Vogt telur upp eftirfarandi söku- dólga, sem skemmdir gróðurlandsins séu að kenna: Sá fyrsti er stálöxin, sem hjó skóginn, sá annar var plógurinn. Á þessum lista er majsinn sem Vogt líkir við sárasóttar sýkilinn. Höfund- urinn virðist vera mjög ánægður með þessa samlíkingu sína, því hún er endurtekin á mörgum stöðum. í stað þess að kenna hagkerfi auðvaldsins um eyðingu landsins, 13

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.