Réttur


Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 42

Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 42
202 RETTUR Þegar mennirnir fara að gera það upp við sig hvaða orkulind- ir þeir hafa til umráða mun það einnig koma til reiknings, að talsverður hluti af þeirri orku sem sólin sendir jörðinni eyðist í loftstraumunum. Loft sem hitnar við miðjarðarlínu streymir upp á við og í átt til heimsskautanna, en frá heimskautabeltunum streymir kalt loft í gagnstæða átt, með yfirborði jarðar. Sú orka sem í þessum loftstraumum felst er þvínær ónotuð. Þó væri hægt að láta vindana framleiða mörg þúsund milljónir kílóvatta af orku. En jörðin er ekki aðeins móttakari fyrir sólarorku, hún er einnig orkugeymir. Þau lög af mó, olíu, brúnkolum og steinkol- um sem finnast í jörðu eru ekki annað en sólskin, sem náttúran hefur fjötrað og er þarna geymt sem varaforði. Mannkynið geng- ur stöðugt á þennan orkuforða og brennir 1500 milljónum tonna af kolum og 300 milljónum tonna af olíu á ári hverju. Við þenn- an bruna myndast 5000 milljónir tonna af kolsýru. Hvert fer öll þessi kolsýra? Nokkurn hluti hennar nota hin grænu blöð jurt- anna til að byggja upp hin lífrænu efni sín með aðstoð sólar- geislanna. Skógarnir eru raunverulega verksmiðjur, sem fram- leiða kol. Hver ferkílómetri skóglendis gefur jörðinni aftur 60 tonn af kolum á ári. En mikill hluti kolsýrunnar fer forgörðum, sumt leysist upp í vatni sem síðan leysir upp kalkstein, þannig að kalkið úr jörð- inni berst smátt og smátt til sjávar. Með því að auka akurlendið, rækta nýja skóga og fá jurt- irnar til að soga til sín meira ljós og kolsýru, mun mannkynið geta varðveitt milljónir tonna af kolum, sem nú hverfa niður á sjávarbotn. Og það er enn eitt merkilegt viðfangsefni, sem sennilega væri þegar leyst ef til þess hefði verið varið þótt ekki væri nema helmingi þeirrar atorku og fjármuna sem stjórn Bandaríkjanna eyddi í að búa til kjarnorkusprengjuna. Eg á við fótósyntesuna þ. e. klofningu kolsýrunnar með sólar- ljósi á svipaðan hátt og gerist hjá jurtunum. Ef hægt væri að fram- kvæma þessa efnabreytingu í verksmiðjum mundi það þýða að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.