Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 47

Réttur - 01.08.1950, Side 47
RÉTTUR 207 Hver einstakur maður er lítill og veikbyggður í samanburði við fjall eða foss, en hinn samvirki hugur milljónanna mun knýja náttúruna til að endurskapa sjálfa sig. Og mennirnir þurfa ekki annað að gera en skipuleggja og stjórna. Öll erfið og einhæf vinna og vinna sem ekki krefst sköpunar- starfs mun verða látin vélunum eftir, en mennirnir sjálfir munu aðeins vinna þá vinnu sem hugsun þarf við og vélarnar geta því ekki ákveðið. Hugsið ykkur aðeins hversu miklu af mannlegum tíma og vinnu, sem dýrmætast er allra verðmæta er sóað til einskis í auðvaldslöndunum. Starfið sem leysa þarf af hendi á jörðinni, er óþrotlegt, en þó eru 45 milljónir manna atvinnulausir í auð- valdsheiminum, menn sem ekki geta svo mikið sem forðað sér og sínum frá hungri. Enn i dag, eins og fyrir hundruðum ára, verða menn að beita höndum sínum, fótum og baki við ótrúlegt erfiði og strit á ekrum Afríku og Suður-Ameríku, þó að mest allt mætti vinna með vélum. Auðvaldsþjóðfélagið fer ekki aðeins ránshöndum um sjálfa jörðina, heldur eyðileggur einnig fólkið sem á henni býr. Þessi glæpsamlega sóun mun verða stöðvuð þegar arðráni manns á manni lýkur á jörðinni og öllum ráðum vísindanna og tækninnar er beitt til að létta starf mannsins og gera það ánægju- legt. Meira að segja mætti nú þegar stytta vinnudag allra um helm- ing, aðeins ef fólk væri losað við hina stöðugu yfirvofandi ógn- un stríðsins. Á fjöldafundi í Bombey fyrir ekki alllöngu sagði prófessor JoliotiCurie: „gera verjkmennirnir 'sér ljóst, að af hverjum átta stundum sem þeir vinna á akrinum eða í verksmiðjunni, eru fjórar stundir notaðar til að borga fyrir vopnabúnað og heri, sem framleiða ekki neitt. Jafnvel enn alvarlegra er það að þess- ar fjórar stundir eru notaðar til að undirbúa eyðileggingu alls þess sem framleitt er á hinum fjórum“. Frá því er sagt í grískri goðsögn að Sisyfos varð

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.