Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 52

Réttur - 01.08.1950, Side 52
212 RÉTTUR frumstæðir villimenn innan um rústir heimila sinna. Þetta er framtíðarsýn þessara grafara. En þeir hafa byrjað að kyrja líksönginn of snemma. Mannkynið er gætt nógu mikilli skynsemi til að kjósa líf fremur en dauða. Það hefur enga löngun til að fremja sjálfsmorð. Þetta sannar hinn ótölulegi fjöldi undirskrifta undir kröfuna um bann við atómvopnum og fordæming þeirra manna sem koma af stað atómstyrjöld sem stríðsglæpamanna. Þessi krafa er borin fram af vísindamönnum, rithöfundum, verkamönnum og bændum um víða veröld og hún hljómar stöðugt hærra í ræðum og ritgerðum, ávörpum og samþykktum. En mikilvægust og mest sannfærandi sönnun þess eru hinar hröðu framfarir í landi sósíalismans, Sovétríkjunum og hin örugga sókn mannkynsins fram á við til kommúnismans, sem mun um- skapa jörðina og gera hana að hamingjusömu heimili hvers vinn- andi mans. Óskar B. Bjarnason þýddi. ■<v

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.