Réttur


Réttur - 01.08.1950, Page 53

Réttur - 01.08.1950, Page 53
RÉTTUR 213 BJÖRN ÞORSTEINSSON: * Stórveldastríð og stéttabarátta siðaskiptatímans Tímamót. Á þessu ári eru liðnar 4 aldir síðan siðabót Lúters vann úrslitasigur sinn hér á íslandi. Að vísu var hún ekki end- anlega lögtekin fyrir allt landið fyrr en árið 1551, en líflát Jóns Arasonar og sona hans í Skálholti 7. nóv. 1550 táknaði endalok páfadómsins hér á landi. Islendingar urðu að hætta að snúa sér til heilagrar meyjar, jómfrú Maríu, í bænum sínum. Þeir urðu að taka nýja trú, en á siðskiptatímanum og lengi síðar átti trúin sjáif að vera aðalatriði í hugar- heimi manna. Menn áttu að játa hina einu og sönnu réttu trú til þess að öðlast friðþægingu syndanna og eilíft líf, en eilíf sæluvist í himnaríki var æðsta mark kristins manns. „Eilíft lífið er æskilegt — ekki neinn giftist þá“ — stendur í gömlum þýddum sálmi, og réttirnir, sem framreiddir eru á himnum eru gómsætir að sögn Jesaja spámanns og Sig- urðar Jónssonar frá Presthólum. „Útvöldum guðs svo gleðj- ist geð — gestaboð er til reitt, kláravín, feiti, mergur með — mun þar til rétta veitt“, segja þeir fróðu menn. Við erum yfirleitt svo veraldlega sinnuð á 20 öld, að guð- fræðilegar þrætur liðinna tíma draga ekki sérstaklega að sér athygli okkar. Okkur er starsýnna á mennina sjálfa og athafnir þeirra en trúna, sem þeir játa. Við erum flestir þeir verklundarmenn, að við dæmum fólk eftir athöfnum en ekki eftir því hvaða trú það játar. Islendingum hefur t. a. m. aldrei dottið í hug að misvirða heiðnina við Ingólf

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.