Réttur - 01.08.1950, Page 57
RÉTTUR
217
undum iðjulausra munka, sem orðnir voru hálfutanveltu
í tilverunni og almenningur hafði að skotspæni. Hér ber
því flest að sama brunni um minnkandi gengi klerkdóms-
ins. En það var einnig hópur manna innan klerkastéttar-
innar, sem gagnrýndi hana og safnaði sér óvitandi glóðum
elds að páfakirkjunni. 1 flestum löndum eigruðu betli-
munkar um héruð, prédikuðu á götum og gatnamótum fyr-
ir fólki á mállýzkum þess og beindu jafnt skeytum sínum
að borgaralegum okurkörlum og klerklegum auðkýfingum.
Þessir menn áttu geysimikinn þátt í því að plægja jarð-
veginn fyrir siðbótina og móta stefnu hennar, áður en hún
kom fram. Margt í helgisiðum og kirkjuskipan siðbótar-
manna á rætur sínar að rekja beint til förumunkanna. Þeir
vöndu fólkið á það að hlýða á ræður og gera kröfur um
flutning hins talaða orðs. Þeir gerðu ræðumennskuna að
aðalatriði guðsþjónustunnar í stað prjálsins og viðhafnar-
innar í kirkjum kaþólskunnar. Heimsflótti þeirra, synda-
hræðsla, strangt helgidagahald, helvítisótti, árásir á bisk-
upa og aðra hefðarklerka, ofstæki þeirra gegn andstæðing-
um sínum og hrífandi ræðumennska eru allt atriði, sem
við Islendingar könnumst við frá tíma siðskiptanna og
rétttrúnaðarins, þótt förumunkar færu hér sjaldan um
sveitir.
Aflátssalinn Tetzel og guðfræðikennarinn Lúther
Á öðrum áratug 16. aldar sat mikilhæfur maður í postul-
legu sæti suður í Róm, Leo X. að nafni. Hann var mikill
heimsmaður og eyddist fé í ríkum mæli. Hann gerði því út
aflátssala, sem áttu að selja Þjóðverjum syndakvittanir
fyrir álitlega upp'hæð páfastólnum til framdráttar. Afláts-
salar fóru því á stúfana inn Þýzkaland og auglýstu vörur
sínar með firnamiklu skrumi. Saxland var um þessar mund-
ir auðugasta ríki landsins, en þar sat að völdum merkur
stjórnandi, Priðrik kjörfursti vitri. Hann var trúaður son-