Réttur


Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 57

Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 57
RÉTTUR 217 undum iðjulausra munka, sem orðnir voru hálfutanveltu í tilverunni og almenningur hafði að skotspæni. Hér ber því flest að sama brunni um minnkandi gengi klerkdóms- ins. En það var einnig hópur manna innan klerkastéttar- innar, sem gagnrýndi hana og safnaði sér óvitandi glóðum elds að páfakirkjunni. 1 flestum löndum eigruðu betli- munkar um héruð, prédikuðu á götum og gatnamótum fyr- ir fólki á mállýzkum þess og beindu jafnt skeytum sínum að borgaralegum okurkörlum og klerklegum auðkýfingum. Þessir menn áttu geysimikinn þátt í því að plægja jarð- veginn fyrir siðbótina og móta stefnu hennar, áður en hún kom fram. Margt í helgisiðum og kirkjuskipan siðbótar- manna á rætur sínar að rekja beint til förumunkanna. Þeir vöndu fólkið á það að hlýða á ræður og gera kröfur um flutning hins talaða orðs. Þeir gerðu ræðumennskuna að aðalatriði guðsþjónustunnar í stað prjálsins og viðhafnar- innar í kirkjum kaþólskunnar. Heimsflótti þeirra, synda- hræðsla, strangt helgidagahald, helvítisótti, árásir á bisk- upa og aðra hefðarklerka, ofstæki þeirra gegn andstæðing- um sínum og hrífandi ræðumennska eru allt atriði, sem við Islendingar könnumst við frá tíma siðskiptanna og rétttrúnaðarins, þótt förumunkar færu hér sjaldan um sveitir. Aflátssalinn Tetzel og guðfræðikennarinn Lúther Á öðrum áratug 16. aldar sat mikilhæfur maður í postul- legu sæti suður í Róm, Leo X. að nafni. Hann var mikill heimsmaður og eyddist fé í ríkum mæli. Hann gerði því út aflátssala, sem áttu að selja Þjóðverjum syndakvittanir fyrir álitlega upp'hæð páfastólnum til framdráttar. Afláts- salar fóru því á stúfana inn Þýzkaland og auglýstu vörur sínar með firnamiklu skrumi. Saxland var um þessar mund- ir auðugasta ríki landsins, en þar sat að völdum merkur stjórnandi, Priðrik kjörfursti vitri. Hann var trúaður son-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.