Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 63

Réttur - 01.08.1950, Side 63
RÉTTUR 223 þykkt ríkisþingsins í trássi við vilja furstanna og rikis- riddaranna, enda varð hún á engan hátt til þess að hefta útbreiðslu Lútherstrúarinnar. Karl V. varð að láta sér þetta lynda, en það, sem hann gat ekki framkvæmt í Þýzkalandi, átti hann auðvelt með að framkvæma í öðrum hlutum ríkisins. Niðurlönd voru um þessar mundir í miklum uppgangi, þar eð þau lágu vel við nýjum verzlunarleiðum, sem skópust við landafundina miklu. Siðbótin eignaðist snemma marga ákafa fylgjendur í þessum löndum, en keisari snérist gegn þeim af miskunnar- lausri harðýðgi. Hann kom á skipulögðu eftirliti með trú- arbrögðum manna og gekk svo langt að bjóða, að leik- menn, sem deildu um trúmál, skyldu tafarlaust líflátnir. Þessar ofsóknir urðu auðvitað til þess að vekja eldmóð og fórnfýsi í hugum siðskiptamanna, svo að baráttan harðnaði, og 1. júlí 1523 voru fyrstu píslarvottar siðbótar- innar brenndir á báli á aðalmarkaðstorginu í Brussell. Lúther orti um þá fagran sálm, og Erasmus frá Rotter- dam lýsti yfir á næsta ári, að þessi atburður hefði gert marga menn Lútherstrúar. Uppreist alþýðunnar Almenningur í sveitum Þýzkalands bjó við sárustu neyð um þessar mundir og var að þola stöðugt auknar álögur aðalsins, sem taldi bændur tæplega mannlegar verur. Bænd- ur fengu brátt veður af þeim svívirðingum, sem Lúther bar á kirkjuvaldið, en væri kirkjan slík Satans stofnun sem Lúther vildi vera láta, sáu bændur í hendi sér, að veraldlegir valdsmenn stóðu allnærri myrkrahöfðingjanum. Árið 1525 hófust bændauppreistir um allt Suður- og Mið-Þýzkaland, og kröfðust bændur þess að verða frjálsir menn, en ekki annarra eign, því að Kristur hefði fríkeypt alla með sínu dýrmæta blóði. 1 þessari uppreist kom skýrt fram, að Lúther var fyrst og fremst málsvari furstanna. Hann var

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.