Réttur - 01.08.1950, Side 65
RETTUR
225
sér algjörlega í fang furstanna, en sannfæring fjöldans
skipti hann ekki máli. Alþýðan hlaut að hafa sömu trú og
stjórnarvöldin, og hún átti að vera hlutlaus þolandi þeirra,
eins og hún hafði verið á miðöldum. Þar með var séð fyrir
endann á útbreiðslu Lútherstrúarinnar, því að hún gat ekki
náð fótfestu annars staðar en þar, er stjórnarvöldin sáu sér
hag í að innleiða hana. Þessi trúarhreyfing varð hagsmuna-
mál furstanna í Þýzkalandi og á Norðurlöndum, en hvergi
annars staðar í álfunni. Keisari og Frakka konungur háðu
styrjaldir um yfirráðin yfir kaþólsku kirkjunni og studd-
ust við hana í stórpólitískum átökum tímabilsins, en Eng-
lands konungur hjó á tengslin við Róm, stofnaði þjóðkirkju
í ríki sínu og skipaði þar sjálfur sæti páfans. En þar
með var siðaskiptabaráttunni lokið. Auðvaldsskipulag-
ið er að brjótast fram í þjóðfélögum álfunnar á 15.
öld, og borgararnir kröfðust athafnafrelsis og aukinna
áhrifa. Þeir færðu kröfur sínar í trúfræðilegan búning
eins og furstar Þýzkalands, bændur og öreigalýður
borganna. Aðalforingi þeirra var Frakkinn Kalvín, fæddur
árið 1509. Flestum er kunnugt, að höfuðkennisetning Kal-
vínista er forlagatrú. Menn ráða engu um sáluhjálp
sína, heldur er hún ákveðin af guðlegri forsjón frá upp-
'hafi eilífðarinnar. Drottinn auðsýnir mönnunum velþókn-
un sína með því að veita þeim fé og farsæld, þess vegna
geta þeir sýnt hvoru megin hryggjar þeir liggja með
, gróðabralli og auðsöfnun. Kalvín kom á lýðræðisskipan í
kirkju sinni. Fyrir hverjum söfnuði réð kirkjuráð, skipað
prestum og öldungum safnaðarins (presbyterum). Aðal-
völdin voru í höndum öldunganna, en þeir voru venjulega
valdir úr hópi auðugustu og áhrifamestu borgaranna.
Kalvínistar urðu þannig fyrstu forvígismenn borgaralegs
lýðræðis. Þeir voru ósveigjanlegir og harðvítugir byltinga-
menn hins nýja tíma. Fyrsta sigur sinn unnu þeir í Genf
í Sviss og stofnuðu þar lýðveldi. Síðan urðu þeir áhrifa-
miklir í borgum Niðurlanda og Englandi og áttu mikinn
15