Réttur


Réttur - 01.08.1950, Page 66

Réttur - 01.08.1950, Page 66
226 RÉTTUR þátt í að skapa framtíð þessara landa. Það hefur verið sagt um Kalvín, að hann hafi haft sama gildi fyrir borg- arastéttina og Karl Marx fyrir verkalýðinn þremur öldum síðar. Slíkur samanburður er mjög hæpinn, en Kalvín lagði að nokkru grunninn að því stjórnarfari, sem nú ríkir á Vesturlöndum. I Frakklandi voru fylgismenn Kalvíns á- hrifamiklir um skeið og nefndust Hugenottar. Á 17. öld voru þeir drepnir eða reknir úr landi, en við það beið frönsk borgarastétt mikinn hnekki og franska ríkið óbæt- anlegt tjón. Siðskiptin eru skeið mikilla reikningsskila á Vestur- löndum og höfðu djúpstæð áhrif á gang málanna á næstu öldum. Lútherstrúin komst á í frumstæðari löndum Vest- ur-Evrópu, sem minnsta möguleika höfðu á að hagnast á páfadóminum, en urðu áþreifanlega vör við fjárplóg hans og kaþólsku kirkjunnar. Norður- og Austur-Þýzkaland og Norðurlönd voru fremur skammt á veg komin í atvinnu- og stjórnmálum, og þar ríkti allsterkt aðalsveldi. 1 Niður- löndum, þar sem borgir stóðu með meiri blóma, sigraði Kalvínstrúin. Þar sem Lútherstrúin ríkti, veittist hinu rísandi auðvaldi örðugt að vinna bug á óskapnaði léns- skipulagsins. Hún blés ekki byltingaranda í borgarastétt- ina, en gerði aftur á móti lénsherrann að gósseiganda og aðalinn að vöruframleiðanda. Lútherstrúin var afturhalds- söm og henni fylgdi versnandi afkoma hjá lágstéttunum, og fengum við íslendingar einkum að kenna á þeim afleið- ingum hennar. Kaþólska kirkjan hélt velli í sunnanverðri álfunni, en það urðu á henni grundvallarbreytingar. Nýir atvinnuhætt- ir drottnuðu í löndum hennar, og hún breyttist í samræmi við kröfur nýja tímans. Skólar hennar voru endurskipu- lagðir í anda 'húmanista, og ný munkaregla var stofnuð til þess að berjast gegn aðsteðjndi hættum. Þessir munkar nefndust Jesúítar eða stríðsmenn Krists, en þeir urðu brátt stærsta verzlunarfélag veraldarinnar. Þeir eignuðust geysi-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.