Réttur


Réttur - 01.08.1950, Page 72

Réttur - 01.08.1950, Page 72
232 RÉTTUR framleiðslunnar haft það í för með sér, að vöruskortur og svartamarkaður hafa færzt mjög í aukana og í stað „frjálsrar verzlunar" hefur enn verið hert á einokunar- viðjunum. í kjölfarið siglir atvinnuleysi, svo að mjög tekur nú að sverfa að í kaupstöðum og kauptúnum landsins. Þetta er sem sagt árangurinn af bjargráðum „vísind- anna.“ Þáttur Alþýðusambandsins 1 síðustu Víðsjá er skýrt frá einróma samþykkt verka- lýðsráðstefnunnar, sem haldin var í marz, á þá leið að sam- tökin geri sameiginlegar gagnráðstafanir gegn þeirri kjaraskerðingu, sem felst í gengislækkunarlögunum. Síð- an leið og beið, en ekkert heyrðist frá stjórn Alþýðusam- bandsins. Verkalýðsfélögin tóku nú hvert af öðru að kref ja hana sagna. Loks sendi hún sambandsfélögunum bréf 15. júní. Þar segir aðeins að hún telji ekki tímabært að hef jast handa í kaupgjaldsmálunum enda álíti hún að kauphækkun sé síðasta ráðið, sem grípa beri til. Aðalatriðið sé að vinna að „vinsamlegri framkvæmd gengislækkunarlaganna". Samtímis var sent út álit, samið af nefnd, sem stjórn Al- þýðusambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja höfðu sett til að gera athuganir um áhrif gengislækkunar- innar á kjör launþega. Nefndarálit þetta var áróður gegn kauphækkunum, svo að Ólafur Björnsson fann hvöt hjá sér til að lýsa opinberlega yfir þakklæti sínu við svo á- gæta „fulltrúa launþegasamtakanna". Það var einróma dómur st jórnarblaðanna að svona ættu verkalýðssamtök að vera, og svona ættu þau að verja fé sínu. Þótti nú ekki vandgert við svo sanngjarna menn. Mánuði seinna var vísitala júlímánaðar reiknuð út. Var þá tekið upp það nýmæli að lækka húsaleiguliðinn, ekki vegna þess að nokkur maður héldi því fram að húsaleiga hefði lækkað, 'heldur vegna þess að á síðasta Alþingi höfðu

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.