Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 74
234
RÉTTUR
Kosningar til Alþýðusambandsþings
„Verður er verkamaðurinn launanna“ — Samningarnir
um afstöðuna til gengislækkunarinnar hafa sýnilega einnig
tekið til kosningabaráttunnar undir Alþýðusambands-
þingið. Stjórnarflokkarnir og atvinnurekendur hafa boð-
ið ráðamönnnum Alþýðusambandsins drengilega aðstoð.
1 annan stað hafa foringjar Alþýðuflokksins heitið stuðn-
ingi sínum til þess að beinir fulltrúar íhaldsflokksins og at
vinnurekenda skyldu fá slíkan tilstyrk á þingi verkalýðs-
samtakanna, sem þeir hafa aldrei haft áður.
Og þetta tókst. Hið sameinaða afturhald fékk talsverð-
an meirihluta við kosningarnar, þar af um 40 íhaldsmenn.
Er þessi meirihluti til kominn bæði vegna þess að gerfifé-
lög hafa verið stofnuð og afturhaldið hefur unnið fleiri
fulltrúa frá sameiningarmönnum, en sameiningarmenn af
því. Var nú tjaldað öllu því sem til var með meiri ofsa en
nokkru sinni fyrr. Allsherjaratkvæðagreiðsla, sem stóð
minnst tvo daga var fyrirskipuð jafnvel í félögum, sem
telja innan við 20 manns, og hverjum manni smalað á kjör-
stað, engu síður þeim, sem aldrei hafa komið á fund í
félagi sínu. Engin dæmi eru til þess að atvinnurekenda-
valdi hafi áður verið beitt svo tillitslaust í kosningum hér
á landi. Mönnum var stefnt fyrir atvinnurekendann og
skipað að kjósa að viðlögðum atvinnumissi og þar sem
svo hagaði til látnir skilja að til væru leiðir til að finna út
hvernig hver og einn hefði kosið.
Samt sem áður fengu sameiningarmenn nú fleiri atkvæði
en við nokkrar fyrri kosningar til Alþýðusambandsþings.
Sjómannaverkfall.
í júlíbyrjun hófst almennt verkfall á togaraflotanum.
Kröfumar voru: 12 stunda hvíld á öllum veiðum og bætt
kjör að öðru leyti.
Saga þessa verkfalls er mjög lærdómsrík. Það var hafið