Réttur - 01.08.1950, Qupperneq 76
236
RÉTTUR
allt sumar, í samræmi við þau meginsjónarmið herstjórn-
arlistarinnar, sem áður getur, þótti nú mikið við liggja
að losna við sjómenn úr landi, svo þeir hefðu ekki tækifæri
til að sækja fund í félagi sínu, þar sem úr því yrði skorið
hverjir verða í kjöri við stjórnarkosningarnar í vetur. Leið
nú að því að sá fundur skyldi haldast samkvæmt félagslög-
um. Enda var tilboði atvinnurekenda nú fylgt með slíkum
ofsa af hálfu stjórnar Sjómannafél. Reykjavíkur, að sá sem
helzt hafði orð fyrir henni í Alþýðubl., Sæm. Ólafsson,
kallaði sjómenn þá, er mæltu gegn samþykkt þess, skepnm'.
Hið nýja tilboð var samt sem áður allsstaðar fellt af hálfu
sjómanna nema í Keflavík, og sumstaðar með miklum at-
kvæðamun. Hinsvegar samþykktu atvinnurekendur það
nærri einróma.
Sjómenn í Reykjavík og Hafnarfirði kröfðust nú funda í
félögum sínum. Var orðið við þeirri kröfu, í Reykjavík þó
ekki fyrr en eftir langan frest, að undangengnu nýju samn-
ingamakki við fulltrúa útgerðarmanna bak við sjómenn. Sá
fundur hófst með því að félagsstjórn lagði fram tillögu um
menn til að velja frambjóðendur til stjórnarkjörs fyrir
næsta starfsár. Mikið fjölmenni var á fundinum og hafði
stjórnin lagt ofurkapp á að smala þangað félagsmönnum,
sem deilan var óviðkomandi. Sendi hún þeim bréf, einstakt
í sinni röð, með.neyðarkalli um að bregða nú við til að
kveða niður ,,kommúnista“, en þá nafngift höfðu togara-
sjómenn uppskorið fyrir samheldni sína og stéttvísi í deil-
unni. Atkvæðagreiðslan skyldi fara fram með sama hætti
og áður hafði tíðkast í félaginu, þannig að útbýtt var f jöl-
rituðum seðlum með nöfnum þeirra, sem stjórnin stakk
upp á, og áttu menn að krossa við nöfn þessi. Ef menn
vildu ekki kjósa þá, máttu menii skrifa einhver önnur nöfn
á seðilinn. Þetta jafngildir því að meina mönnum raun-
verulega frjálsa atkvæðagreiðslu í sínu eigin félagi. Tog-
arasjómenn mótmæltu þessu harðlega, en það var að engu