Réttur


Réttur - 01.08.1950, Page 78

Réttur - 01.08.1950, Page 78
238 RÉTTUR ERLENDAR BÆKUR. Þýzka verkalýðshreyfingin hefur nú eftir frelsun Þýzka- land undan fargi nazismans, aft- ur hafið mikla útgáfustarfsemi á ritum um sósíalisma og verka- lýðshreyfingu og á hverskonar ritum, jafnt fögrum bókmentum sem vísindalegum. Fremsta útgáfufyrirtækið um sósíalistísk rit er hið fornfræga útgáfufélag þýzkrar verkalýðs- hreyfingar: Dietz Verlag G.m. b. H. í Wallstrasze 76—79, Berlín C 2. Hér skulu nefndar af handa- hófi nokkrar af nýjustu bókum þessa útgáfufyrirtækis: Fritz Jensen: China siegt. Saga kínversku þjóðarinnar um aldaraðir, en þó einkum saga frelsisbaráttu hennar á síðustu áratugum, sem nú hefur ver- ið leidd til sigurs. Þarna eru og stuttar ævisögur forustumanna kínversku byltingarinnar. Bókin er prýdd mörgum góðum mynd- um og landakortum. Jean Lafitte: Die Lebenden Þýðing úr endurminningum hin fræga franska rithöfund- ar Lafitte úr síðasta stríði, bar- áttunni gegn hernámi Þjóð- verja, dvölinni í hinum alræmdu fangabúðum nazista Mauthaus- en o. fl. Karl Obermann: Die deuts- chen Arbeiter in der ersten biirgerlichen Revolution. Þetta er sagnfræðirit um þátt verkamanna í þýzku byltingunni 1848 og upphaf verkalýðshreyf- ingarinnar í Þýzkalandi. Otto Buchwitz: 50 Jahre Funnktionár der deutschen Arbeiterbewegung. Endurminningar þýzks sósíal- demókrata, sem starfað hefur í verkalýðshreyfingunni í hálfa öld. Willi Bredel: Ernst Thál- mann. Þetta er ævisaga hins heims- fræga þýzka verkalýðsforingja, sem nazistar myrtu 1944, eftir að hann hafði setið 11 ár í dýflissum þeirra. Harald Hauser: Wo Deuts- chland lag... Þetta er skáldsaga um örlög Þýzkalands á hinum síðustu tímum. Albert Norden: Lehren deutscher Geschichte. Þetta er sagnfræðilegt rit, einkum um þróun þýzku auð- hringanna og áhrif þeirra og þýzka aðalsins á heimsstyrjald- irnar.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.