Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 80

Réttur - 01.08.1950, Side 80
240 R E T T U R Helzta útgáfufélagið, sem gef- ur út fagrar bókmentir, fyrst og fremst, er Aufbau-Verlag, Franz- ösische Strasze 32, Berlin. Það hefur nú starfað í fimm ár og gefið út mikið af skáldsögum, kvæðum, leikritum, bókmenta- fræði o. fl., bæði ný rit, þýðing- ar og nýjar útgáfur af eldri rit- um, bæði af hinum sígildu þýzku höfundum, sem þegar til- heyra heimsbókmenntunum, og svo þeim höfundum, sem verið hafa bannaðir í Þýzkalandi og bækur þeirra brenndar, meðan nazisminn réði. Aufbau-Verlag hefur t. d. gefið út mikið af rit- um eftir Maxim Gorki, Bertolt Brecht, Willi Bredel, Johannes R. Becher, Lion Feuchtwar.ger, Hans Fallada, George Lukacs, Heinrich Mann, Alexander Pusch- kin, Önnu Seghers, Bodo Uhse, Friedrich Wolf og fleiri. Hér skal sagt frá nokkrum bókanna: Georg Lukacs: Goethe uncl seine Zeit. Georg Lukacs er ungverskur bókmenntafræðingur, viður- kenndur sem einhver allra snjall- asti fræðimaður og rithöfundur á sviði bókmenntasögunnar og heimspekinnar. Hann er nú kominn heim aftur til Ungverja- lands eftir um 30 ára útlegð, því hann var menntamálaráðherra ungversku verkalýðsstjórnarinn- ar 1919 og átti ekki afturkvæmt meðan fasisminn drottnaði í Ung- verjalandi. Lukacs hefur ritað mikið á þýzku og þessi bók hans er safn ritgerða um Goethe og samtíma hans, þar á meðal „Faust-studien“, fræg rannsókn hans á Faust. Bertolt Brecht: Dreigros- chenroman. Ný útgáfa af þessari frægu skáldsögu Brechts. Lion Feuchtwanger: Odysseus und die Schweine Nýjasta smásagnasafn hins fræga höfundar að „Erfolg“ og „Jud Suss“. Willi Bredel: Verwandte und Bekannte. Fyi-sta bindið af þessari sögu- legu skáldsögu heitir „Die Vátcr“ og er um þýzku verkalýðshreyf- inguna á tímabilinu 1871 til 1914, annað bindið heitir „Die Söhne“ og er einnig komið út, en þriðja bindið „Die Enkel‘, er væntan- legt á næstunni. Egon Erwin Kisch: Para- dies Amerika. Þetta er ný útgáfa ritgerða- safns þess, er Kisch reit 1929 og kom út þá. Egon Erwin Kisch var einhver snjallasti blaðamaður þessarar aldar, frægur fyrir lýs- ingar sínar og hárbeittan stíl. Friedrich Wolf: Lucie und der Angler von Paris. Safn af ágætum smásögum þessa fræga höfundar, sem ís- lendingum er m. a. kunnur af „Professor Mamlock". Wolf er nú sendiherra þýzka lýðveldisins í Varsjá.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.